fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

„Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk“ segir Stefán

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 06:57

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í gær og vakti það vægast sagt hörð viðbrögð aðila vinnumarkaðarins. Forsvarsmenn stéttarfélaga hafa gagnrýnt hækkunina harðlega og talsmenn atvinnurekenda hafa tekið í sama streng.

Í grein á vef Vísis fjallar Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi, um ákvörðun bankans.

Hann segir bankann réttlæta hækkunina með þeim rökum að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur fólks sé of mikill og of margir fari til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis. Þetta valdi því að viðskiptahallinn sé of mikill og gengi krónunnar hafi lækkað en Stefán segir að seðlabankinn hafi leyft genginu að lækka sem auki svo verðbólguna enn meira. Segir Stefán Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, segja þetta vera vandann í hnotskurn og það þurfi að draga úr kaupmætti almennings.

Hann gagnrýnir síðan stýrivaxtahækkanirnar á árinu og segir þær hafa gengið út í öfgar. Stýrivextirnir séu þrisvar til fimm sinnum hærri en hjá nágrannaþjóðunum og þar sé verðbólgan jafnvel hærri, ef húsnæðisliðurinn sé undanskilinn.

„Er það fólk úr lægri tekjuhópunum sem er að þjaka þjóðarbúskapinn með ofneyslu? Fólkið sem á í basli við að ná endum saman? Auðvitað ekki. Það er fólkið sem er með hærri tekjurnar og á meiri eignir sem skapar vandann. Það eru þau sem fara fimm sinnum til Tenerife á ári. Síðan tekur Seðlabankinn að sér að leggja verulega auknar vaxtabyrðar á skuldugt fólk í lægri tekjuhópunum – til að draga úr neyslu þeirra. Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk,“ segir hann.

Hann bendir á að auknar byrðar á almennt launafólk, sem glími nú þegar við óhóflegan húsnæðiskostnað, muni ekki draga úr ofneyslu þeirra sem tilheyra efnaðri hluta þjóðarinnar.

„Það sem væri eðlilegra að gera væri að setja strax á aukna skatta á hærri tekjuhópa og stóreignafólk, til að hemja ofneyslu þeirra sem eru að skapa þennan vanda. Jafnvel mætti takmarka utanlandsferðir eða skattleggja þær sérstaklega til að hemja óhófið,“ segir hann.

Hann lýkur síðan grein sinni á að segja að efnaða fólkið, sem er að eyða svo miklu að til vandræða horfi, geti að sjálfsögðu greitt hærri skatta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum