Á fundinum í gær sagði hún að hún hafi fengið umboð drottningarinnar til að kanna myndun breiðrar ríkisstjórnar, það er ríkisstjórnar vinstri- og hægriflokka auk miðjuflokka. Hún sagði að nú væri komin góð yfirsýn yfir stöðuna og að nú telji Sósíaldemókratar, sem er flokkur hennar, að hægt sé að mynda breiða ríkisstjórn.
Hún mun því halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram við Venstre, Moderaterne, SF, Liberal Alliance, Konservative, Radikale Venstre og Dansk Folkeparti.
Hún sagði að þessir flokkar hafi gefið til kynna að þeir hafi áhuga á að vera með í breiðri ríkisstjórn eða styðja hana, allt eftir hinu pólitíska innihaldi.
Alternativet og Enhedslisten taka ekki lengur þátt í viðræðunum og það gera Nye Borgerlige og Danmarksdemokraterne heldur ekki.