fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Eyjan

Ríkisendurskoðun hjólar í Bankasýsluna – „Skýrslan stendur því óhögguð“

Eyjan
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun stendur fast við skýrslu sem stofnunin vann vegna Íslandsbankasölunnar og gefur ekkert fyrir ásakanir um að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við gerð úttektarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Í vikunni sem leið gerði Bankasýslan fjölda athugasemda við skýrsluna, en athugasemdirnar voru birtar í rúmlega fjörutíu blaðsíðna samantekt þar sem Bankasýslan freistaði þess að hrekja þá gagnrýni sem mátti finna í þeirra garð í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Eins taldi stofnunin umhugsunarvert að Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, hafi sagt við fjölmiðla í aðdraganda útgáfu skýrslunnar að hún kæmi til með að vekja athygli. Gekk Bankasýslan svo langt að draga hlutdrægni Guðmundar í efa.

Ríkisendurskoðun svarar þessari gagnrýni í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að við vinnslu og umsagnarferli skýrslunnar hafi athugasemdir Bankasýslunnar verið hafðar til hliðsjónar og því tekið tillit til þeirra atriða sem Ríkisendurskoðun taldi eiga rétt á sér og varða efni og afmörkun skýrslunnar.

„Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir þá greinargerð sem Bankasýslan birti 16. nóvember sl. og þær athugasemdir sem stofnunin hefur kosið að gera að umfjöllunarefni eftir birtingu hennar. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis með fjármála- og efnahagsráðherra í gær svaraði fjármála- og efnahagsráðerra aðspurður að samskipti við Ríkisendurskoðun í úttektarferlinu hefðu verið fagmannleg og engin ástæða sé að hans mati til að draga í efa hæfni eða færni Ríkisendurskoðunar til að fjalla um málið.“

Ríkisendurskoðun hafnar eins aðdróttunum sem stofnunin telur hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga uma ð annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnuna. Fullyrt hafi meðal annars að umfjöllun um tilboðabók söluferlisins byggi á misskilningi.

„Það er rangt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að svör Bankasýslu ríkisins til bæði embættisins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í maí sl. byggðu á umræddu Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnarferli úttektarinnar í október sl. Gögn málsins sýna svo ekki verður um villst að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki að fullu meðvituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn misskilning af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“