Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vitnar í nýja könnun sem Prósent gerði. Samkvæmt niðurstöðunum þá hefur óákveðnum um aðild að ESB fjölgað í 22,1% úr 17,7% á hálfu ári.
42,8% eru hlynnt aðild en 35,1% andvíg.
Í júní, þegar síðasta könnun af þessu tagi var gerð, studdu 84% kjósenda Samfylkingarinnar aðild að ESB og 5% voru á móti. Nú eru 12% á móti og 67% styðja aðild.
Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að hugsanlega sé fólk, sem tengir sig við jafnaðarstefnuna en sé með varnagla gagnvart ESB, að snúa aftur í flokkinn og vilji styðja hann núna.
Niðurstöður nýlegrar könnunar sýndu að rúmlega 5 prósentustiga fylgisaukningu flokksins.
Hjá stuðningsfólki tveggja flokka mælist meiri stuðningur við ESB-aðild en hjá Samfylkingunni. Þetta er hjá Pírötum þar sem 74% styðja aðild og hjá Viðreisn þar sem 68% styðja aðild.
Hægt er að lesa nánar um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu.