fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Enn einn ósigur Trump – Hún er þyrnir í augum hans en hafði betur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 08:00

Lisa Murkowski. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embættismenn í Alaska skýrðu frá því í nótt að Lisa Murkowski hefði sigrað Kelly Tshibaka í kosningunum til öldungadeildar þingsins. Murkowski er núverandi þingmaður Repúblikana í öldungadeildinni. Donald Trump, fyrrum forseti, er ekki ánægður með hana og studdi Tshibaka með ráðum og dáð en það dugði ekki til og Murkowski hélt sæti sínu.

Murkowski, sem er 65 ára, reitti Trump sérstaklega til reiði þegar hún, ein af sjö Repúblikönum, greiddi atkvæði með því að hann dæma hann sekan fyrir landsrétti fyrir hans þátt í árás stuðningsmanna hans á þinghúsið í Washington D.C. í janúar 2021.

Hún greiddi einnig atkvæði gegn einum þeirra sem Trump tilnefndi í embætti hæstaréttardómara.

Kosningarnar í Alaska voru að mestu uppgjör á milli tveggja vængja í Repúblikanaflokknum. Trump studdi Tshibaka en meðal stuðningsmanna Murkowski voru George W. Bush, fyrrum forseti, og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni.

Murkowski hefur áður lifað af atlögur frá ysta væng Repúblikanaflokksins. Í forkosningum flokksins 2010 tapaði hún fyrir frambjóðanda hinnar svokölluðu Teboðshreyfingar. Nafn hennar var því ekki á kjörseðlinum í ríkinu en samt sem áður tókst henni að ná kjöri inn á þing. Hún náði að fá 40% kjósenda til að skrifa nafn hennar á kjörseðilinn og stafa það rétt! Þetta dugði henni til að halda þingsæti sínu og það án þess að njóta stuðnings Repúblikanaflokksins.

Sigur hennar skiptir engu fyrir meirihlutann í öldungadeildinni, Demókratar höfðu tryggt sér hann því þeir eru með 50 þingmenn af 100. Kamala Harris, varaforseti, hefur oddaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt í deildinni og því hafa Demókratar meirihluta þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á