Lögmenn Trump höfðu beðið hæstarétt um hraða meðferð málsins til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar verði afhentar.
Undirréttur hafði áður úrskurðað að rannsóknarnefndin ætti að fá skýrslurnar afhentar.
Þetta mál er aðeins eitt af mörgum sem Trump tekst á við þessa dagana, á sama tíma og hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins 2024.
Richard Neal, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði að málið sé yfir pólitík hafið og nú muni nefndin halda áfram því eftirlitsstarfi sem hún hafi reynt að sinna í þrjú og hálft ár.
Repúblikanar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í nýafstöðnum kosningum en nýtt þing tekur ekki við fyrr en í janúar og þar með geta þeir ekki hindrað starf rannsóknarnefndarinnar fyrr en þá.