fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Áfall fyrir Trump – Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna hans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 08:02

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp úr um það í gær að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar þingsins fái skattskýrslur Donald Trump, fyrrum forseta, afhentar. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Trump sem hefur barist gegn afhendingu skýrslnanna með kjafti og klóm. Hann heldur því fram að krafan um að nefndin fái skýrslurnar sé byggð á pólitískum grunni.

Lögmenn Trump höfðu beðið hæstarétt um hraða meðferð málsins til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar verði afhentar.

Undirréttur hafði áður úrskurðað að rannsóknarnefndin ætti að fá skýrslurnar afhentar.

Þetta mál er aðeins eitt af mörgum sem Trump tekst á við þessa dagana, á sama tíma og hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins 2024.

Richard Neal, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði að málið sé yfir pólitík hafið og nú muni nefndin halda áfram því eftirlitsstarfi sem hún hafi reynt að sinna í þrjú og hálft ár.

Repúblikanar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í nýafstöðnum kosningum en nýtt þing tekur ekki við fyrr en í janúar og þar með geta þeir ekki hindrað starf rannsóknarnefndarinnar fyrr en þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”