Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þrátt fyrir þessa sveiflu þá sé um það bil sama hlutfall svarenda sátt við stefnu stjórnvalda og telja að hæfilega margir fái hæli hér á landi. Hlutfallið mælist nú 36% en var 37,1% í könnun Prósents frá í júní.
Hvað varðar harða afstöðu til flóttamanna skera kjósendur Miðflokksins sig úr. 77% þeirra telja að tekið sé við of mörgum og 2% telja að tekið sé við of fáum.
58% kjósenda Flokks fólksins telja að of margir flóttamenn fái hæli hér á landi.
48% Sjálfstæðismanna telja að tekið sé við of mörgum og 9% að tekið sé við of fáum. Í júní töldu 34% Sjálfstæðismanna að tekið væri við of mörgum flóttamönnum og 19% töldu að tekið væri við of fáum.
Framsóknarmenn hafa einnig harðnað í afstöðu sinni en nú telja 41% þeirra að tekið sé við of mörgum flóttamönnum en í júní var hlutfallið 20%. 13% telja að tekið sé við of mörgum en í júní var hlutfallið 22%.