The Guardian segir að þar með ljúki tveggja ára málarekstri sem samtökin Make It 16 voru í fararbroddi fyrir.
Samtökin sögðu það ósanngjarnt að fólk fái ekki kosningarétt fyrr en við 18 ára aldur, það ætti að fá hann við 16 ára aldur þar sem loftslagsbreytingarnar muni hafa mikil áhrif þennan aldurshóp í framtíðinni.
Niðurstaða hæstaréttar þýðir að „nú er brotið gegn grundvallarmannréttindum ungra kjósenda og að þingið verður að íhuga breytingar“ segir The Guardian.
Caeden Tipler, einn af forsprökkum Make It 16 segir að ríkisstjórnin og þingið geti ekki hunsað svo skýra lagalega niðurstöðu.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin muni leggja fram lagafrumvarp um að lækka kosningaaldurinn í 16 ár.