Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols ehf. hafi lagst gegn því að skýrslan verði afhent.
Fram kemur að í lögfræðiáliti sem forsætisnefnd hafi aflað sér komi fram að ekkert í greinargerðinni sé þess eðlis að það komi í veg fyrir afhendingu skýrslunnar.
Fréttablaðið hefur eftir Birgi að hann hafi ekki afhent greinargerðina vegna þess að athugasemd hafi borist frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols. Forsætisnefnd sé því enn með málið til meðferðar. Hann vildi ekki tjá sig um hvort eitthvað nýtt hafi komið fram sem valdi þessari töf.
Heimildarmenn Fréttablaðsins, sem hafa skoðað greinargerðina, segja hana mjög gagnrýna á starfsemi Lindarhvols. Er gagnrýnt að fyrir utan daglega framkvæmdastjórn og lögfræðilega ráðgjöf hafi ákveðinn lögmaður sinnt umfangsmiklum verkefnum fyrir félagið og að lögmannsstofa hans hafi í umboði stjórnar Lindarhvols hafi umsjón með sölu á stöðugleikaeignum.