fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur segir útlendingamálin stjórnlaus – Hver sá sem hefur aðra skoðun en „No Border“ er stimplaður mannhatari og rasisti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 10:00

Vilhjálmur Bjarnason, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi aldarinnar höfðu málefni útlendinga, sem óska eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, varla nokkurt vægi og hvað þá á síðustu öld. Hafði þessi málaflokkur lítið vægi á fjárlögum.

Þetta segir í upphafi greinar Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrum þingmanns, í Morgunblaðinu í dag. Hún ber fyrirsögnina „Útlendingamál í stjórnlausum farvegi“.

Segir Vilhjálmur að málefni útlendinga, sem óska eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, hafi ekki haft mikið vægi þegar hann sat á þingi og það sama hafi gilt um fjárlögin, þar hafi málaflokkurinn ekki haft mikið vægi.

„Þó man ég eftir heiftarlegum deilum vegna veitingar ríkisborgararéttar af mannúðarástæðum til albanskrar fjölskyldu án nokkurra tengsla við landið. Eftir hrossakaup og hótanir um að taka þing í gíslingu fyrir jólaleyfi eitt árið var leyfið veitt. Þessi fjölskylda hefur horfið af landinu en í kjölfar þessa leyfis kom flóðbylgja umsókna frá sama landi,“ segir hann.

Hann víkur síðan að samtökunum „No Border“ og segir að hver sá sem dirfist að hafa aðra skoðun en þá stöðluðu skoðun, sem samtökin hafa, sé samstundis stimplaður mannhatari og rasisti og segir: „Ég ber hvort tveggja af mér en leyfi mér þó að staldra við þegar málefni alþjóðlegrar verndar stefna hraðbyri í kostnað sem nemur á annan tug milljarða í fjárlögum. Þá vaknar sú spurning: Hver eru mörk kostnaðarins?“

Hann segir síðan að fjárveitingar á fjárlögum séu sameiginlegur kostnaður þjóðarinnar og þessar fjárveitingar verði ekki notaðar í neitt annað. „Það vill nefnilega svo til að kostnaður vegna alþjóðlegrar verndar kann að eiga sér engin takmörk,“ segir hann síðan.

Hann bendir síðan á að fólk sem fer á milli landa af efnahagslegum ástæðum, til dæmis atvinnuleysi, sé ekki talið þurfa alþjóðlega vernd.

„Þrátt fyrir aukna bjartsýni við lok síðari heimsstyrjaldarinnar á síðustu öld fækkaði umsóknum um alþjóðlega vernd ekki, nema síður væri. Lengi var það svo að einstaka rússneskir sjómenn sóttu um vernd á Íslandi, en fóru við fyrsta hentugleika til Kanada eða Bandaríkjanna. Styrjaldarátök í Afríku eða Asíu hafa leitt af sér flótta fólks sem leitar betri framtíðar en vænta mætti í fyrirsjáanlegri framtíð í upplausn heimalandsins. Að ekki sé talað um bókstafstrú og kvenfyrirlitningu í löndum Múhameðstrúarmanna. Mannúð er ekki í hávegum höfð í slíkum löndum þar sem bókstafstrú lærisveina hefur náð yfirhönd,“ segir Vilhjálmur síðan.

Hann bendir síðan á mikinn fólksflótta frá Venesúela þar sem 30 milljónir búa og nefnir síðan að í Nígeríu búi 225 milljónir en hann viti ekki hversu margir þeirra myndu leita eftir vernd í öðru landi ef þeir hefðu tök á að komast á brott frá heimalandi sínu.

Hann segir liggja í augum uppi að Íslendingar geti ekki orðið bjargvættir íbúa þjáðra landa.

Hann víkur síðan að áhrifunum af komu fólksins hingað til lands og segir að þeirra gæti á húsnæðismarkaði, það þurfi að tryggja framfærslu þess og menntun.

Hægt er að lesa grein Vilhjálms í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”