fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Íslendingar treysta Kristrúnu best – Traustið til Katrínar hrynur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 09:38

Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar treysta ekki lengur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, best af stjórnmálaleiðtogum landsins. Kristrún Frostadóttir, nýkjörin formaður Samfylkingarinnar, er sá leiðtogi sem landsmenn treysta best.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Fram kemur að 25,4% treysti Kristrúnu best.

17,5% treysta Katrínu best en í október á síðasta ári treystu 57,6% henni best samkvæmt könnun Maskínu. Það er því óhætt að segja að það traust sem landsmenn bera til hennar hafi hrunið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er í þriðja sæti samkvæmt könnun Prósents en 15,4% landsmanna treysta honum best.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kemur þar á eftir með 11,3%.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er í neðsta sæti listans en 4,6% treysta honum best.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið