fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Sigmundur segir þetta ástæðuna fyrir að Framsóknarflokknum líði vel

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 10:00

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Pólitíska sundurgerðin við ríkisstjórnarborðið blasir æ betur við eftir því sem lengra líður frá því að heimsfaraldurinn ætlaði hér allt um koll að keyra, eins og raunar víðar um veröldina. Skjólið sem stjórnin hafði af pestinni á síðasta kjörtímabili, einmitt eftir að hveitibrauðsdögum hennar var lokið, kom sér afar vel fyrir hana, enda má segja að hún hafi verið í aukahlutverki þjóðmálanna um margra missera skeið, frá því hún eftirlét vísindunum völdin.“

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann skrifar Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri, og ber hann fyrirsögnina „Á berangri“.

Hann segir að heita megi að ríkisstjórnin hafi lifað fyrri hluta síðasta kjörtímabils á nauðsyn þess að sætta pólitískar öldur í landinu, þetta hafi verið í nafni stjórnmálastöðugleika. Margir hafi líklega þegið þann stöðugleika fegins hendi.

Þegar þessu jafnvægi var náð hafi kórónuveiran skotið upp kollinum og orðið ráðandi á stjórnmálasviðinu.

„En verndin af vitinu því arna er að baki. Það er engu þríeyki lengur fyrir að fara. Stjórnin stendur eftir á berangri. Og það fer henni ekki vel. Æ betur kemur í ljós hversu nöturlegt það hlutskipti er fyrir Vinstri græna að halda Sjálfstæðisflokknum að völdum með ráðum og dáð – og ekki er það síður vandræðalegt að sjá hversu háður hægriflokkurinn er því að vinstriflokkurinn vísi honum ekki á dyr,“ segir Sigmundur.

Hann segir síðan að brestirnir á síðustu dögum og vikum hafi sýnt ólíka flokka, sem eru á sitt hvorum væng stjórnmálanna, standa vörð um hvor annan. „Mitt þar á milli lúrir Framsóknarflokkurinn í hægindi sínu og hefur það barasta fínt. Af ríkisstjórnarflokkunum þremur ber hann minnstan skaða af samstarfinu, jafnt í bráð og lengd. Forkólfar hans vita sem er að ysta vinstrið og íhaldið á hinum enda pólitíska litrófsins þurfa að gefa ríkulega eftir af stefnumálum sínum til að halda stjórninni saman. Og allar þær eftirgjafir enda á einum stað, á miðjunni, nákvæmlega. Þess vegna líður Framsóknarflokknum vel. Hann þarf minnst að gefa eftir, svo til ekkert, ef út í það er farið, en situr bara á sinni sessu og tekur á móti málamiðlunum á milli klukkan níu og fimm á virkum dögum,“ segir Sigmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“