fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt 2024

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 06:01

Donald Trump vill ógilda stjórnarskrána. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, tilkynnti í nótt, að íslenskum tíma, að hann sækist eftir að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik. Kosið verður um embættið í nóvember 2024.

Það hefur lengi legið í loftinu að Trump myndi bjóða sig fram á nýjan leik en hann hefur ítrekað látið að því liggja. Í nótt staðfesti hann síðan endanlega að hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins 2024.

Hann tilkynnti þetta á fréttamannafundi á heimili sínu í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída.

„Til að gera Bandaríkin öflug á nýjan leik tilkynni ég nú um framboð mitt til forseta Bandaríkjanna,“ sagði hann á meðan viðstaddir réðu sér varla fyrir fögnuði.

Með þessari tilkynningu slær Trump því föstu að hann telur sig enn vera leiðtoga Repúblikana en sótt hefur verið að honum síðustu daga í kjölfar úrslita þingkosninganna í síðustu viku. Repúblikönum hafði verið spáð stórsigri í þeim en þannig fór það ekki.

Margir þeirra frambjóðenda sem Trump studdi náðu ekki kjöri en þeir áttu það margir hverjir sameiginlegt að þykja ansi öfgasinnaðir og taka undir lygar hans um að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum sem hann tapaði 2020.

„Ástandið í þessu landi er skelfilegt. Það er gert grín að okkur og það er litið niður á okkur. En það þarf ekki að vera þannig. Í kvöld gefum við Bandaríkjamönnum annan valkost,“ sagði hann og sakaði Joe Biden, núverandi forseta, um að hafa eyðilagt landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?