fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Eyjan

Ása Berglind nýr verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu

Eyjan
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 15:00

Ása Berglind Hjálmarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Berglind Hjálmarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu. Hún hefur þegar tekið til starfa en um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs.

Ása Berglind lauk meistaraprófi í menningarstjórnun með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarf frá Háskólanum á Bifröst árið 2021. Hún lauk BA gráðu frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og lærði einnig listkennslu á meistarastigi í sama skóla.

Það er gríðarlegur heiður að fá tækifæri til að koma að stefnumótun og framkvæmd viðburða í tónlistarhúsi þjóðarinnar. Í Hörpu starfar öflugur hópur af fagfólki og er ég full eftirvæntingar fyrir komandi tímum sem hluti af þessum góða hópi. Harpa er tónlistarhús á heimsmælikvarða og magnað að sjá hvað hefur áorkast á þessum ellefu árum síðan húsið opnaði. Stöðug þróun er í starfi Hörpu sem endurspeglast meðal annars í frekari áherslum í dagskrárgerð, til dæmis í barnamenningu“, er haft eftir Ásu Berglindi í fréttatilkynningu.

„Ráðning verkefnastjóra dagskrárgerðar er mikilvægur liður í innleiðingu á dagskrárstefnu Hörpu sem styður við menningarlegt og samfélagslegt hlutverk hússins. Ása Berglind býr yfir víðtækri reynslu úr menningar- og tónlistarlífinu á Íslandi. Markmið okkar er að auka fjölbreytni í viðburðahaldi í Hörpu með áherslu á hágæða alþjóðlega tónlistarviðburði, frumsköpun og samstarf við fjölbreyttan hóp stofnana, hátíða og einstaklinga“, segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu.

Nýtt dagskrárráð Hörpu

Stjórn Hörpu hefur jafnframt skipað dagskrárráð til tveggja ára í kjölfar tilnefninga frá fagfélögum tónlistariðnaðarins. Ráðið skipa Ásmundur Jónsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson og Sóley Stefánsdóttir. Hlutverk ráðsins er að styðja við mikilvæga innleiðingu og framkvæmd nýrrar dagskrárstefnu Hörpu þannig að húsið uppfylli sem best menningarlegt hlutverk sitt miðað við þann stakk sem því er sniðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna