Talsmaður kínverska kommúnistaflokksins skýrði frá þessu að sögn The Guardian.
Ekki er langt síðan að Xi gaf til kynna að á sjóndeildarhringnum séu „hættulegir stormar“ og vísaði þar til Taívan. Þetta sagði hann á þingi kommúnistaflokksins í október. Nú hefur hann bætt enn frekar í orðræðuna.
„Beinið allri orku ykkar í að berjast, vinnið af krafti að því að berjast og undirbúið ykkur undir að sigra,“ sagði Xi nýlega að sögn The Guardian.
Hann sagði einnig að herinn verði af verja fullveldi og þjóðaröryggi Kína af festu því staða öryggismála sé „óstöðug og óörugg“.
Taívan telur sig vera sjálfstætt ríki og hefur eigin stjórnmálakerfi, dómskerfi og gjaldmiðil. Kínverjar líta hins vegar á eyríkið sem kínverskt yfirráðasvæði þrátt fyrir að Taívan hafi haft sína eigin stjórn, og allt öðruvísi stjórnarfar en Kína, frá lokum borgarastríðsins í Kína 1949.
Kínverjar hafa lengi haft á stefnuskrá sinni að ná Taívan á sitt vald og hefur orðræða þeirra um þetta farið harðnandi að undanförnu.