fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Xi Jinping segir hermönnum að undirbúa sig undir stríð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 19:00

Xi Jinping, forseti Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski herinn á að efla æfingar sínar til að undirbúa sig undir stríð. Þetta var boðskapur Xi Jinping, Kínaforseta, þegar hann heimsótti eina af stjórnstöðvum kínverska hersins nýlega.

Talsmaður kínverska kommúnistaflokksins skýrði frá þessu að sögn The Guardian.

Ekki er langt síðan að Xi gaf til kynna að á sjóndeildarhringnum séu „hættulegir stormar“ og vísaði þar til Taívan. Þetta sagði hann á þingi kommúnistaflokksins í október. Nú hefur hann bætt enn frekar í orðræðuna.

„Beinið allri orku ykkar í að berjast, vinnið af krafti að því að berjast og undirbúið ykkur undir að sigra,“ sagði Xi nýlega að sögn The Guardian.

Hann sagði einnig að herinn verði af verja fullveldi og þjóðaröryggi Kína af festu því staða öryggismála sé „óstöðug og óörugg“.

Taívan telur sig vera sjálfstætt ríki og hefur eigin stjórnmálakerfi, dómskerfi og gjaldmiðil. Kínverjar líta hins vegar á eyríkið sem kínverskt yfirráðasvæði þrátt fyrir að Taívan hafi haft sína eigin stjórn, og allt öðruvísi stjórnarfar en Kína, frá lokum borgarastríðsins í Kína 1949.

Kínverjar hafa lengi haft á stefnuskrá sinni að ná Taívan á sitt vald og hefur orðræða þeirra um þetta farið harðnandi að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“