fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

50 milljóna kostnaður við að senda 44 fulltrúa á loftslagsráðstefnuna í Egyptalandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 09:00

COP27 fer fram í Egyptalandi þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn hófst loftslagsráðstefnan COP27 í Egyptalandi. Hún stendur þar til föstudaginn 18. nóvember.  44 Íslendingar sækja ráðstefnuna og má reikna með að heildarkostnaður vegna þátttöku Íslendinga geti numið 50 milljónum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þessi útreikningur blaðsins byggist á tölum sem eiga við fulltrúa umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins en það sendir sex fulltrúa á ráðstefnuna. Kostnaðurinn við hvern þeirra er misjafn því þeir dvelja mislengi í Egyptalandi.

Blaðið segir að í skriflegu svari frá ráðuneytinu komi fram að áætlaður kostnaður á hvern þátttakanda sé 700.000 til 1,6 milljónir.

Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um kostnað annarra fulltrúa í sendinefndinni eða annarra Íslendinga á ráðstefnunni.  Ef miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og fyrir starfsfólk ráðuneytisins gæti heildarkostnaðurinn verið um 50 milljónir. Er þá miðað við meðalkostnað upp á 1,15 milljónir á hvern þátttakanda.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sækir ráðstefnuna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ásamt 16 manna fylgdarliði.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi