fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

„Og að mínu mati er formennska Bjarna því miður fullreynd“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 08:00

Einar S. Hálfdánarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er þá hefur Guðlaugur Þór Þórðarson ákveðið að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins um næstu helgi. Einar S. Hálfdánarson, löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann lýsir yfir stuðningi við framboð Guðlaugs Þórs.

Greinin ber fyrirsögnina „Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast nýrrar forystu“. Í upphafi segir Einar að leit sé að íslenskum stjórnmálamanni sem sé rökfastari eða betur máli farinn en Bjarni. Stjórnmálamenn úr öðrum flokkum hafi ekki roð við honum í rökræðum.

„Samt vegnar Sjálfstæðisflokknum alltaf illa í kosningum nú orðið. Eftir bankahrunið 2009, sem margir kjósendur kenndu Sjálfstæðisflokknum um, fékk flokkurinn samt tæp 24% atkvæða. Við kosningarnar 2013 jók flokkurinn aðeins lítillega við fylgi sitt eftir að hafa spilað hræðilega af sér með stuðningi við Icesavesamningana. Flestir Sjálfstæðismenn lögðust gegn Icesave. Það gerðu hins vegar aðeins örfáir þingmanna, þar á meðal Guðlaugur Þór Þórðarson, sem ekki greiddi atkvæði með Icesave,“ segir Einar.

Hann bendir síðan á að staðan hafi verið svipuð í kosningunum 2017 og 2021. Hafi flokkurinn ekki náð ásættanlegum árangri síðan 2009.

Því næst segir hann: „Ég styð Guðlaug Þór Þórðarson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Guðlaugur er kominn af óbreyttu alþýðufólki og hefur af miklum dugnaði komist til efna og metorða af eigin rammleik. Og að mínu mati er formennska Bjarna því miður fullreynd. Þrátt fyrir mikla hæfileika nær Bjarni engan veginn til almennings. Við almennir flokksmenn sem tökum mikinn þátt í kosningaundirbúningi verðum áþreifanlega varir við andstöðuna við Bjarna. Andstaðan við hann tengist oftast einhverjum umdeildum málum. Ég hef nefnt Icesave hér að framan. Nú síðast, korteri fyrir kosningar, dreif hann í gegn sölu á hlutum í Íslandsbanka. Hann mátti vita að neikvæð umræða myndi blossa upp. Ekkert lá á sölunni. Samt afréð hann að láta slag standa. Margt fleira mætti nefna, en ég nefni tvö augljós dæmi. Íslandsbankasalan kostaði okkur mikið fylgi að mínu mati þótt ekki sé dýpra í árina tekið.“

Hægt er að lesa grein Einars í heild sinni á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?