fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur kallar málefni Íbúðalánasjóðs „glæp gegn þjóðinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 16:46

Vilhjálmur Bjarnason, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður, fer hörðum orðum um ástandið á ÍL-sjóði, sem áður hét Íbúðalánasjóður, í grein í Morgunblaðinu í dag. Í Facebook-færslu þar sem Vilhjálmur deilir greininni, segir hann: „Í dag fjalla ég um Íbúðalánasjóð og allan þann glæp gegn þjóðinni.“

Vilhjálmur rekur þá sögu þegar lánshlutfall var hækkað mikið til að uppfylla loforð stjórnmálamanna, bankar tóku að veita lán á betri kjörum og því greiddu fjölmargir upp lán sín hjá Íbúðalánasjóði og skiptu yfir í bankalán. Þar með varð sjóðurinn af vaxtatekjum og eiginfjárstaðan varð neikvæð:

„Árið 2004 var önn­ur snilli á ferð á íbúðalána­markaði. Íbúðalána­sjóður skipti út út­gefn­um skulda­bréf­um sín­um, „hús­bréf­um“, og lét lán­tak­end­ur hafa „íbúðabréf“ í þeirra stað. Meg­in­mun­ur á „íbúðabréf­um“ og „hús­bréf­um“ var sá að „íbúðabréf­in“ voru ekki innkall­an­leg.

Það er meg­in­at­riði í samn­inga­rétti að samn­ing skal rækja, meðal ann­ars lána­samn­inga. Lána­samn­ing­ur til 40 ára með föst­um vöxt­um skal halda í 40 ár, hvort sem lán­taka lík­ar bet­ur eða verr, jafn­vel þótt láns­kjör séu hon­um óhag­stæð, „pacta sunt servanda“.

Nú átti að lána og leysa hvurs manns vanda. Lána­hlut­föll hækkuðu og lánað sem aldrei fyrr.

Þá kom upp nýtt vanda­mál. Bank­ar hófu lán­veit­ing­ar og yf­ir­buðu Íbúðalána­sjóð.

Helstu sam­keppni­s­tæki banka og spari­sjóða á íbúðalána­markaði voru:

• Vext­ir, sem voru lægri en út­lána­vext­ir Íbúðalána­sjóðs

• Hátt láns­hlut­fall

• Ekk­ert há­mark láns­fjár­hæðar

• Inn­lánsviðskipti lán­taka“

Vilhjálmur bendir á að á síðari hluta ársins 2004 hafi uppgreiðslur að frádregnum nýjum lánum hjá sjóðnum numið 68,8 milljörðum. Staða ÍL-sjóðs í dag er sú að eigið fé sjóðsins er neikvætt um 197 milljarða. Ríkisábyrgð er á sjóðnum. Vilhjálmur spyr hvort lífeyrisþegar í landinu eigi að bera þennan skaða:

„Er það eðli­legt að líf­eyr­isþegar í land­inu beri þann skaða sem kosn­ingalof­orð stjórn­mála­flokka hafa í för með sér? Sér í lagi þegar lof­orðin hafa ekki fengið þing­lega meðferð? Það er dá­lítið ódýr lausn. Það að lán­taki breyti láns­kjör­um sér í vil á lang­tíma­samn­ingi eru ekki eðli­leg­ir viðskipta­hætt­ir. Sér­stak­lega þegar lán­veit­andi á að vera í góðri trú, án þess að und­ir­ferli sé að baki.“

Vilhjálmur skefur ekki utan að því er hann lýsir áliti sínu á því framferði stjórnmálamanna að beita óraunhæfum loforðum til að ná kosningu. Þau spjót standa á Framsóknarflokknum sem lofaði 90% lánshlutfalli íbúðalána í kosningabaráttunni árið 2003. Vilhjálmur segir fólk vera of saklaust til að skilja eðli stjórnmálamanna:

„Það er allra verst að lýðsleikj­ur skuli kom­ast upp með skrum og lof­orð út yfir alla skyn­semi og nái kosn­ingu. Það að þeim sem vara við skuli út­skúfað og þurfa að greiða að lok­um er út úr öllu rétt­læti.

Þegar stjórn­ar­herr­ar stjórna illa er eðli­legt að kjós­end­ur borgi. Fólk hef­ur ekki ímynd­un­ar­afl til að skilja stjórn­mála­menn. Fólk er of sak­laust.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt