fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Eiríkur og Illugi óánægðir með viðbrögð Kristrúnar í brottvísunarmálinu – „Óþægilega líkt mjáldrinu í Katrínu Jakobsdóttur“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 15:01

Eiríkur Rögnvaldsson, Kristrún Frostadóttir og Illugi Jökulsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson og Illugi Jökulsson segjast báðir hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, varðandi brottvísunarmálið sem skekið hefur þjóðina undanfarna daga. Illugi er yfirlýstur Samfylkingarmaður og segir að viðbrögð Kristrúnar sé „óþægilega líkt mjáldrinu í Katrínu Jakobsdóttur.“ Eiríkur segist hafa kosið flokkinn í kosningum en sé ekki flokksbundinn. Hann íhugi nú að snúa sér að Pírötum.

Kristrún var til viðtals í hádegisfréttum RÚV vegna málsins. Sagði hún að leikreglur þyrftu að vera skýrar og fara þurfti eftir þeim lögum og reglum sem gildi í þessum málum. „Mér finnst númer eitt, tvö og þrjú að við ræðum um mikilvægi þess að grundvallarréttindi fólks séu virt. Það er grundvallaratriði. Þá erum við að tala um aðgengi að dómstólum, réttindi fatlaðs fólks og svo framvegis,“ sagði Kristrún og bætti við að fara þyrfti í saumana á að hvort að farið hafi verið að lögum og reglum í málinu.

Ljóst er að Eiríkur og Illugi telja að Kristrún hafi ekki gagnrýnt aðgerðina nægilega harkalega.

„Ég er ekki í Samfylkingunni en hef kosið hana fram að þessu. Þess vegna varð ég fyrir miklum vonbrigðum með nýjan formann flokksins, sem ég hafði bundið vonir við, en hefur bara uppi sama froðusnakkið og ráðherrar VG um að það þurfi nú að fara eftir lögum og það sé nauðsynlegt að skoða framkvæmdina – í stað þess að fordæma skýrt og ákveðið það sem eru augljós mannréttindabrot. Ætli maður verði ekki bara að snúa sér að Pírötum,“ skrifar Eiríkur á Facebook-síðu sína.

Illugi, sem hefur fordæmt brottflutninginn harkalega og verið virkur í að mótmæla þeim, segir að Kristrún sé ekki enn farin að hugsa eins og formaður stjórnmálaflokks heldur sé enn fyrst og fremst talsmaður hans í efnahagsmálum.

„ Að minnsta kosti var hún óvenju lítið skelegg í viðtali við útvarpið um atburði fyrrinætur þegar alveg augljós lögbrot voru framin, auk þess sem gengið var gjörsamlega fram af siðferðisvitund í öllu snotru fólki. Það er ekki nóg að skeleggir þingmenn eins og Helga Vala haldi fram málstað réttlætis í Samfylkingunni, formaðurinn verður að gera það líka. En orðfæri Kristrúnar um málið var óþægilega líkt mjáldrinu í Katrínu Jakobsdóttur og það viljum við ekki,“ skrifar Illugi.

Uppfært kl.15.21: Kristrún birti fyrir stundu eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið