Þetta sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í gærkvöldi að sögn BBC. Hann var þarna að senda aðvörun til þeirra frambjóðenda Repúblikana sem hafa gefið í skyn að þeir muni kannski ekki viðurkenna hugsanlegan ósigur í kosningunum næsta þriðjudag.
Biden tók nýlega árás á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar þingsins, sem dæmi um að lýðræðið sé í hættu.
„Árásarmaðurinn gekk inn í húsið og spurði: „Hvar er Nancy?“ Hvar er Nancy?“ Þetta eru sömu orðin og múgurinn notaði þegar hann réðst inn í þinghúsið 6. janúar,“ sagði Biden og vísaði þar til árásar stuðningsmanna Donald Trump á þinghúsið í Washington D.C. í janúar 2021.