fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Dramatískt kosningakvöld í Danmörku – Þetta eru sigurvegarar og taparar kosninganna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 05:15

Kosningaspjöld eru mjög áberandi í Danmörku þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan átti skammt eftir í eitt í nótt að dönskum tíma þegar síðustu atkvæðin í þingkosningum gærdagsins höfðu verið talin. Óhætt er að segja að spenna hafi ríkt allt fram að síðustu tölum.

Samkvæmt útgönguspám Danska ríkisútvarpsins (DR) og TV2, sem voru birtar þegar kjörstöðum var lokað klukkan 20, þá stefndi í að rauða blokkinn, vinstri flokkarnir, myndu ekki ná tilskildum 90 þingmönnum til að halda meirihluta á þingi. En spárnar gerðu einnig ráð fyrir að bláa blokkinn, borgaralegu flokkarnir, myndu ekki heldur ná 90 þingmönnum.

Þarna á milli voru síðan Moderaterne, sem eru miðjuflokkur, sem virtust ætla að fá 15 þingmenn kjörna. Miðað við yfirlýsingar flokksformanna fyrir kosningar stefndi því í að Moderaterne yrðu í lykilstöðu þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Formaður þeirra, Lars Løkke Rasmussen, hafði ítrekað lýst því yfir að flokkurinn myndi aðeins styðja ríkisstjórn sem verði mynduð yfir miðjuna, það er að segja með þátttöku flokka úr báðum blokkum.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra, hafði lýst Sósíaldemókrata reiðubúna til að koma að myndun slíkrar ríkisstjórnar og það sama sagði Pia Olsen Dyhr, formaður SF. En hjá bláu blokkinni lokuðu allir flokkar á þennan möguleika.

En útgönguspárnar reyndust ekki réttar þegar upp var staðið því rauða blokkinn tryggði sér 90 þingmenn með stuðningi þeirra tveggja þingmanna sem koma frá Grænlandi og annars af þeim tveimur þingmönnum sem koma frá Færeyjum. Rauða blokkinn, sem samanstendur af Sósíaldemókrötum, Radikale Venstre, Einingarlistanum, Alternativet og SF, er með 87 þingmenn og þeim til viðbótar koma þingmennirnir þrír frá Grænlandi og Færeyjum.

Flokkarnir í bláu blokkinni fengu 72 þingmenn og Moderaterne 16.

En þrátt fyrir að rauða blokkinn hafi tryggt sér 90 þingmenn, sem tryggir meirihluta á þingi, er óvíst að vinstristjórn verði mynduð. Mette Frederiksen sagði í nótt að hún vilji kanna möguleikann á myndun stjórnar yfir miðjuna og Sofie Carsten Nielsen, formaður Radikale Venstre, sagði í nótt að hún sé reiðubúin til að skoða samstarf við flokka í bláu blokkinni ef það verði til þess að flokkur hennar geti fengið stefnumál sín í gegn. En hvort af því verður er annað mál því Radikale Venstre biðu mikinn kosningaósigur, fengu 7 þingmenn kjörna og töpuðu þar með 9.

Mette Frederiksen gengur á fund Margrétar Þórhildar drottningar í dag og biðst lausnar fyrir sig og minnihlutastjórn Sósíaldemókrata sem hefur verið við völd síðan 2019. Reiknað er með að hún fái fyrst umboð drottningarinnar til að kanna hugsanlega stjórnarmyndun. Í Danmörku kallast þetta „drottningarumferð“.  Í því felst að drottningin felur henni að kanna möguleika á stjórnarmyndun. Hún kannar þá möguleikana á stjórnarmyndun en má ekki halda þeim þreifingum áfram ef það lítur út fyrir að meirihluti sé á móti nýrri ríkisstjórn. Í Danmörku þarf ríkisstjórn ekki endilega að hafa meirihluta á þingi en hún má ekki hafa meirihluta þingsins á móti sér.

Hver er sigurvegari kosninganna?

Margir gera tilkall til titilsins sem sigurvegari kosninganna. Meðal þeirra eru Sósíaldemókratar undir forystu Mette Frederiksen. Flokkurinn er sem fyrr stærsti flokkur landsins og fékk sína bestu kosningu síðan 2001. Hann fékk 27,5% atkvæða og bætti við sig 1,6 prósentustigum. Þetta tryggir flokknum 50 þingmenn en hann fékk 48 þingmenn kjörna 2019.

Liberal Alliance getur einnig gert tilkall til titilsins en flokkurinn var í rúst eftir kosningarnar 2019 þegar hann fékk aðeins 2,3% atkvæða og rétt náði yfir tveggja prósenta markið sem þarf að ná til að fá þingmenn kjörna. Flokkurinn fékk 7,9% atkvæða í gær, bætti þar með við sig 5,6 prósentustigum og fékk 14 þingmenn kjörna, bætti við sig 10.

Lars Løkke Rasmussen og Moderaterne komu einnig vel út úr kosningunum sem voru þær fyrstu sem flokkurinn tekur þátt í. Flokkurinn fékk 9,3% atkvæða og 16 þingmenn. Danmerkurdemókratarnir, undir forystu Inger Støjberg, fengu 8,1% atkvæða og 14 þingmenn.

Hverjir eru taparar kosninganna?

Þegar finna á tapara kosninganna liggur beinast við að líta til Venstre og De Konservative. Ekki er langt síðan að allt stefndi í að De Konservative yrðu sigurvegarar kosninganna. Í ágúst mældist fylgi þeirra 16% en þeir fengu 5,5% í gær og töpuðu 1,1 prósentustigi frá kosningunum 2019. Flokkurinn fékk 10 þingmenn kjörna, tapaði tveimur.  Formaður flokksins, Søre Pape Poulsen, naut mikilla persónulegra vinsælda fyrr á árinu og tilkynnti í sumar að hann stefndi á að verða forsætisráðherra. En í kjölfar afhjúpana fjölmiðla á ýmsum málum tengdum honum hrundi fylgi flokksins og gleðjast flokksmenn líklegast yfir að ekki fór verr í gær.

Venstre fékk þungt högg en flokkurinn fékk 13,3% atkvæða, tapaði 10,1 prósentustigi. Þetta tryggði flokknum 23 þingmenn en hann fékk 43 í kosningunum 2019. Það er því óhætt að segja að blóðbað hafði orðið í þingflokknum. Rétt er að hafa í huga að Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, yfirgaf Venstre á kjörtímabilinu eftir að hann var hrakinn úr formannsembættinu. Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratanna, sagði sig úr Venstre á síðasta ári en hún hafði verið varaformaður flokksins. Flokkar þeirra tóku greinilega fylgi frá Venstre.

Radikale Venstre komast einnig á listann yfir tapara kosninganna. Flokkurinn fékk 3,8% atkvæða, tapaði 4,8 prósentustigum. Þetta tryggði honum 7 þingmenn en hann fékk 16 þingmenn kjörna 2019. En flokkurinn gæti samt haft mikið að segja um myndun næstu ríkisstjórnar og það mátti sjá strax í gærkvöldi og nótt þegar flokksleiðtogar fóru að biðla til Sofie Carsten Nielsen, formanns flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum