Í júlí 2017 kviknaði í annarri vind­myllunni og eyði­lagðist hún í brunanum. Stuttu síðar bilaði hin vind­myllan og hætti að fram­leiða raf­magn. Stein­grímur Er­lings­son, eig­andi Bio­kraft, greindi frá því skömmu síðar að fyrir­tækið hefði keypt nýjar og hærri vind­myllur og að hann vildi setja þær upp. Það fékk hann hins vegar ekki í gegn vegna and­stöðu íbúa og sveitar­fé­lags Rang­ár­þings ytra.

Félagið var svo að lokum úrskurðað gjaldþrota í mars 2019.

Talsvert fjölmiðlafár varð síðan þegar reynt var að fella myllurnar. Önnur þeirra var sterkbyggðari en gert var ráð fyrir og því féll hún ekki þegar sprengjudeild Landhelgisgæslunnar freistaði þess að sprengja undirstöðurnar í júní á þessu ári. Að endingu þurfti sex tilraunir til þess að fella loks vindmylluna en menn höfðu lært af reynslunni og því gekk betur að fella þá seinni núna í september síðastliðnum.