fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Fréttaskýring – Þingkosningar í Danmörku á morgun – Gríðarleg spenna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. október 2022 08:00

Kosningaspjöld eru mjög áberandi í Danmörku þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa til þings. Mikil spenna ríkir um úrslitin og segja margir stjórnmálafræðingar að erfitt sé að spá fyrir um úrslitin. Samkvæmt skoðanakönnunum þá munu hvorki rauð-blokk né blá-blokk ná meirihluta á þingi en til þess þarf 90 þingmenn.

Rauð-blokk stendur aðeins betur að vígi og mældist með 83 þingmenn í könnun sem Danska ríkisútvarpið birti í gær. Blá-blokk mældist með 77 þingmenn.

179 þingmenn sitja á þinginu. 175 eru kjörnir í Danmörku, 2 á Grænlandi og 2 í Færeyjum.

Til rauðu-blokkarinnar teljast vinstri flokkarnir og hægri flokkarnir til þeirrar bláu. Í miðjunni eru svo Moderaterne.

Flokkarnir í bláu-blokkinni hafa útilokað að mynda ríkisstjórn yfir miðjuna, sem sagt með vinstri flokkum. Innan rauðu-blokkarinnar hafa Sósíaldemókratar (jafnaðarmannaflokkurinn) lýst sig reiðubúna til að mynda stjórn yfir miðjuna og þá undir forsæti Mette Frederiksen, núverandi forsætisráðherra. Auk þeirra hafa Radikale Venstre sagst vilja stjórn yfir miðjuna. Sósíaldemókratar eru einir í ríkisstjórn nú. Um minnihlutastjórn er að ræða sem Einingarflokkurinn og Radikale Venstre hafa varið vantrausti.

Miklar breytingar

Miklar breytingar hafa orðið í dönskum stjórnmálum síðan kosið var síðast 2019. Danski þjóðarflokkurinn er á mörkum þess að ná tilskyldu tveggja prósenta lágmarksfylgi sem þarf til að fá þingmann eða þingmenn kjörna. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann var næst stærsti flokkur landsins eftir þingkosningarnar 2015. Talið er líklegt að hann fái engan þingmann kjörinn að þessu sinni. Innanflokksátök hafa sett mark sitt á flokkinn síðustu misseri auk þess sem aðrir flokkar, sem hafa svipuð stefnumál, hafa komið fram á sjónarsviðið og aðrir hafa tekið sum stefnumál þjóðarflokksins upp á sína arma. Til dæmis hafa Sósíaldemókratar hert stefnu sína í útlendingamálum og fært sig nær stefnu þjóðarflokksins.

Nýir borgaralegir, sem eru lengra til hægri en þjóðarflokkurinn, virðast ætla að ná góðri kosningu ef miða má við skoðanakannanir. Flokkurinn er með harða stefnu í útlendingamálum og vill skera mjög niður á sumum sviðum ríkisrekstrarins. Útlendingamálin eru þó aðalstefnumál hans.

Venstre, sem hefur áratugum saman verið stærsti mið- og hægriflokkurinn, má muna fífil sinn fegurri og stefnir í að hljóta slæma kosningu. Flokkurinn glímdi við innanflokksátök á kjörtímabilinu og klofnaði. Lars Løkke Rasmussen, þáverandi formaður, var hrakinn úr formannsembættinu 2019 og við tók Jakob Elleman-Jensen. Rasmussen yfirgaf síðan flokkinn og sat lengi sem þingmaður utan flokka. Elleman-Jensen hefur ekki náð að rífa fylgi flokksins upp. Hann er forsætisráðherraefni flokksins en mörgum þykir hann lítt spennandi stjórnmálamaður, telja hann ekki vera svo spennandi persónuleika, hann hefur sjálfur viðurkennt að hann viti af þessari skoðun fólks. En hremmingum Venstre var ekki lokið með brotthvarfi Rasmussen því í febrúar á síðasta ári sagði Inger Støjberg, fyrrum varaformaður, sig úr flokknum. Í desember á síðasta ári samþykkti þingið að hún væri þess ekki verðug að sitja á þingi og missti hún þar með þingsæti sitt. Þetta var gert í kjölfar þess að hún var sakfelld af Landsrétti fyrir að  hafa misfarið með vald sitt þegar hún var ráðherra útlendinga- og aðlögunarmála. Þá ákvað hún að barnungum stúlkum,  yrði ekki leyft að dvelja hjá eiginmönnum sínum í móttökustöðvum flóttafólks í Danmörku.

Støjberg stofnaði síðan nýjan flokk, Danmarksdemokraterne, í sumar. Hún nýtur sjálf mikils persónulegs fylgis og er flokki hennar spáð 8-10% fylgi. Hún hefur fengið marga fyrrum liðsmenn Danska þjóðarflokksins til liðs við flokk sinn sem sækir á svipuð mið og þjóðarflokkurinn hvað varðar stuðningsmenn og stefnumálin eru að mörgu leyti svipuð.

Søren Pape Poulsen. Mynd/Twitter

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íhaldsmenn (Konservative) fóru brattir inn í kosningabaráttuna og formaður þeirra, Søren Pape Poulsen, lýsti því yfir að hann myndi sækjast eftir forsætisráðherraembættinu eftir kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum var flokkurinn þá stærsti hægriflokkurinn, mældist með um og yfir 15% fylgi. En nú er staðan allt önnur og flokkurinn á í mikilli varnarbaráttu. Fjölmiðlar, aðallega Ekstra Bladet, grófu hvert málið á fætur öðru, tengt Poulsen upp og virðist það hafa fælt kjósendur frá flokknum. Nú er helsta von flokksins að geta náð nokkurn veginn sama fylgi og í síðustu kosningum. Poulsen hefur verið afskrifaður sem forsætisráðherraefni af öllum, nema kannski honum sjálfum.

Kóngurinn

En þá kemur að manninum, aftur, sem má kannski segja vera kónginn í dönskum stjórnmálum þessa dagana.

Þetta er fyrrnefndur Lars Løkke Rasmussen. Hann stofnaði Moderaterne, sem er yfirlýstur miðjuflokkur, í júní á síðasta ári.

Lars Løkke Rasmussen virðist vera í sterkri stöðu ef miða má við skoðanakannanir. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Rasmussen hefur lýst því yfir að flokkur hans muni aðeins styðja ríkisstjórn sem er mynduð yfir miðjuna, sem sagt með þátttöku flokka úr rauðu- og bláu-blokkinni. En eins og áður sagði þá hafa aðeins Sósíaldemókratar og Radikale Venstre lýst yfir vilja til að mynda ríkisstjórn af þessu tagi.

Eins og staðan er núna miðað við skoðanakannanir þá fá Moderaterne 15 þingmenn og ef úrslitin verða eins og nýjustu kannanir benda til þá verða þeir í lykilstöðu þegar kemur að ríkisstjórnarmyndum. Hvorug blokkin mun geta myndað stjórn án aðkomu Moderaterne. Spurningin er bara hvort Rasmussen muni nýta sér þetta og gera kröfu um forsætisráðherraembættið gegn því að styðja aðra hvora blokkina eða hvort hann standi við stóru orðin og styðji aðeins ríkisstjórn sem er mynduð yfir miðjuna.

Væntanlega verðum við margs vísari um það strax annað kvöld eða aðfaranótt miðvikudags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum