fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

„Það er viðbjóðslegt að sjá ríkisútvarpið sem viljugt verkfæri í skrímslavæðingu þeirra sem hingað leita“

Eyjan
Mánudaginn 24. október 2022 08:58

Atli Þór Fanndal Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er RÚV sem aflúsaði Björn Inga eftir að hann gekk hér um og ryksugað upp fjölmiðla sem leppur auðmanna í þeim eina tilgangi að eyðileggja þá. Íslenskir fjölmiðlar eru verri eftir ævintýri Björns Inga og félaga. Það ætti því engum að koma á óvart að RÚV sé líka sá miðill sem opnar upp á gátt og gagnrýnislaust fyrir þeim sömu og nú vilja gera flóttafólk að blóraböggul fyrir hruni stofnana almennings. Flóttafólk og hælisleitendur bera enga ábyrgð á þessum vanda og það er viðbjóðslegt að sjá ríkisútvarpið sem viljugt verkfæri í skrímslavæðingu þeirra sem hingað leita.“

Á þessum orðum hefst pistill Atla Þórs Fanndals, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency International, á Facebook en hann er afar ósáttur við efnistök Silfursins á RÚV í gær. Þar voru málefni hælisleitenda og flóttafólks rædd í þaula en gestir þáttarins, sem stjórnað var af Agli Helgasyni, voru þau Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður og Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdaráðs Sósíalistaflokksins.

Í þættinum sagði Gunnar Smári umræðuna um málefni flóttafólks vera siðlausa og að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra,  væri að glæpavæða flóttamenn og kenna þeim um bágborna stöðu  grunnkerfa samfélagsins sem þeir bæru enga sök á. Bryndís og Björn Ingi sögðu hins vegar að mikilvægt væri að ræða málin opinskátt og setja þyrfti skynsamlegar reglur varðandi komu flóttafólks til landsins.

„Þetta er ógeðslegt“

„Það þarf engan Daily Mail á Íslandi þegar ríkisútvarpið kemur fram við þá sem bera þennan skelfilega rasisma á borð sem velkomna gesti. Aftur og aftur og aftur… Það er ekki einu sinni sandkorn af sannleika í því að hælisleitendur og flóttafólk sé að valda hruni stofnana samfélagsins, það er ekkert til í því að milljónir vilji flýja hingað og ekki til nein gögn, rannsókn eða samantekt á þátt glæpamanna í að lokka hingað hælisleitendur. Ég er ekki að neita því að slíkt gerist en það eru til sögusagnir og slúður en þetta hefur aldrei verið rannsakað eða tekið saman. Það geta fimm hundruð milljónir flutt hingað á morgun og hafa mátt í áratugi en samt gerist það ekki. Ég elska RÚV og vill sjá þessa stofnun vaxa og dafna en þvílík skömm sem er að því að bera svona rasisma á borð og koma fram við eins og bara enn einn angann af eðlilegri umræðu. Hvað er eiginlega í gangi á stofnun sem sér ekkert að því að bera bara á borð hvaða helvítis bull sem er,“ skrifar Atli Þór ennfremur og greinilega verulega misboðið yfir efnistökunum.

Hann bendir á að undanfarið hafi verið  talað um bakslag í mannréttindabaráttu hinsegin fólks.  „Við í hinsegin samfélaginu höfum þó allavega ekki þurft að horfa upp á RÚV sem farartæki bakslagsins eins og hælisleitendur, flóttafólk og innflytjendur máttu þola í Silfrinu í dag. Þetta er ógeðslegt,“ skrifar Atli Þór.

Hann segir að eitthvað verulega mikið sé að gæðaeftirliti RÚV eftir fólk trúi því í alvörunni að það sé opin og lýðræðisleg umræða að ráðherra og skoðanabræður hans eigi „bara að fá að misnota ríkisútvarpið með svona rasískum þvættingi gagnrýnislaust þrátt fyrir að árum saman hafi aldrei nein gögn komið fram sem styðja þetta rugl. Það er bara ekkert lýðræðislegt við að RÚV sé notað eins og útvarpsstöð í Rúanda.“

Færsla Atla Þórs í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum