fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Gunnar Smári harðorður í Silfrinu – „Þau eru eins og fólk sem að býður í fólki í mat en það er ekki eldað og ekki einu sinni keypt í matinn“

Eyjan
Sunnudaginn 23. október 2022 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdaráðs Sósíalistaflokksins, segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Sjálfstæðisflokksins vera að „glæpavæða flóttafólk.“ Þessi orð lét Gunnar Smári falla í Silfrinu á RÚV þar sem hann var gestur ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar og Birni Inga Hrafnssyni, fjölmiðlamanni. Þar var umræða um flóttafólk áberandi og ekki síst varðandi nýtt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra,

Gunnar Smári gagnrýndi að umræðan um flóttafólk snúist um fólk frá Albaníu sem komi hingað á fölsuðum skilríkjum en það sé aðeins sáralítil hluti, að hans sögn, af þeim fjölda flóttafólks sem til Íslands kemur til landsins. Grunnkerfi landsins séu að springa útaf áralangri vanrækslu og fordæmdi Gunnar Smári að sú staðreynd væri sett í samhengi við fjölgun flóttafólks.

Bendir Gunnar Smári á vandinn sé sá að ríkisstjórnin hafi boðið flóttamönnum frá Venesúela að koma til Íslands, eins og flóttamönnum frá Úkraínu, en 75% allra þeirra sem sækja um hæli hérlendis séu frá þessum tveimur löndum.

„Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir og flóttafólkið er það að ríkisstjórnin bauð fólki frá Úkraínu og Venesúela að koma hingað en gerði ekkert til þess. Þau eru eins og fólk sem að býður í fólki í mat en það er ekki eldað og ekki einu sinni keypt í matinn. Þar af leiðandi er gríðarlegt álag á grunnkerfin en það er ekki þessum þremur með fölsuð skilríki frá Albaníu að kenna,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir umræðuna algjörlega siðlausa og að hún byggi á tilfinningum til þess að ala á andúð á útlendingum.

Bryndís Haraldsdóttir greip þá til varna og sagði að það væri akkúrat málflutningur eins og þessi væri vondur. „Þessi orðræða hér að það sé verið að ala á einhverjum ótta. Það er miklu frekar þetta ágæta flóttafólk sem við þurfum að vernda. Það eru glæpamenn sem eru að misnota neyð þessa fólks. Það er með því ekki verið að segja að flóttamennirnir sjálfir séu glæpamenn,“ sagði Bryndís.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?