fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Kínverjar í vanda – Xi Jinping á mikið verk fyrir höndum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. október 2022 20:00

Xi Jinping, forseti Kína., og undirsátar hans virðast vera með óhreint mjöl í pokahorninu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tíu árum tók Xi Jinping við völdum í Kína. Þá var rífandi gangur í efnahagsmálum landsins og hagvöxtur mikill. Hagvöxturinn hélt áfram að vera mikill og margir hagfræðingar spáðu því að kínverska hagkerfið yrði það stærsta í heimi árið 2030.

En þær spár hafa nú beðið hnekki því Kína er í „miklum vanda“ á efnahagssviðinu að sögn CNN og staðan er allt önnur en þegar Xi Jinping tók við völdum fyrir tíu árum.

Doug Guthrie, forstjóri China Initiatives hjá Arizona ríkisháskólanum, sagði að í 30 ár hafi Kínverjar stefnt í átt sem vakti miklar vonir meðal þjóðarinnar en nú séu stór vandamál í kínversku samfélagi.

Kínverjar eru með mjög stranga stefnu í málum er varða heimsfaraldur kórónuveirunnar og hún hefur áhrif á innkomu fyrirtækja og atvinnuleysi. Auk þess er almenningur mjög ósáttur við þessa hörðu stefnu.

Kínverskur fasteignamarkaður glímir við margvísleg vandamál. Erfiðlega hefur gengið hjá byggingarfyrirtækjum að skila íbúðum á tilsettum tíma og mörg þúsund manns hafa neitað að greiða leigu fyrir íbúðir sem ekki er búið að ljúka við en greiðslu var samt krafist fyrir.

Á sama tíma hafa stjórnvöld fryst háar fjárhæðir á bankareikningum almennings til að reyna að koma í veg fyrir hrun lítilla banka.

Xi Jinping stendur því frammi fyrir annarri og verri stöðu nú en þegar hann tók við völdum fyrir tíu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á