En þær spár hafa nú beðið hnekki því Kína er í „miklum vanda“ á efnahagssviðinu að sögn CNN og staðan er allt önnur en þegar Xi Jinping tók við völdum fyrir tíu árum.
Doug Guthrie, forstjóri China Initiatives hjá Arizona ríkisháskólanum, sagði að í 30 ár hafi Kínverjar stefnt í átt sem vakti miklar vonir meðal þjóðarinnar en nú séu stór vandamál í kínversku samfélagi.
Kínverjar eru með mjög stranga stefnu í málum er varða heimsfaraldur kórónuveirunnar og hún hefur áhrif á innkomu fyrirtækja og atvinnuleysi. Auk þess er almenningur mjög ósáttur við þessa hörðu stefnu.
Kínverskur fasteignamarkaður glímir við margvísleg vandamál. Erfiðlega hefur gengið hjá byggingarfyrirtækjum að skila íbúðum á tilsettum tíma og mörg þúsund manns hafa neitað að greiða leigu fyrir íbúðir sem ekki er búið að ljúka við en greiðslu var samt krafist fyrir.
Á sama tíma hafa stjórnvöld fryst háar fjárhæðir á bankareikningum almennings til að reyna að koma í veg fyrir hrun lítilla banka.
Xi Jinping stendur því frammi fyrir annarri og verri stöðu nú en þegar hann tók við völdum fyrir tíu árum.