fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Eyjan

Helga og Helgi ráðin til Travelshift

Eyjan
Miðvikudaginn 19. október 2022 10:22

Helga Ingimundardóttir og Helgi Páll Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Travelshift hefur ráðið til starfa þau Helga Pál Helgason og Helgu Ingimundardóttur. Helgi Páll tekur við starfi forstöðumanns gervigreindar (e. Head of AI) og Helga sem yfirmaður rannsókna á sviði gervigreindar (e. Head of AI Research).

Leiðir gervigreind hjá Travelshift

Helgi Páll lauk doktorsprófi í almennri gervigreind frá Háskóla Reykjavíkur árið 2013. Þá lauk hann B.Sc. og M.Sc. í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Helgi Páll hefur mjög víðtæka reynslu á sviði gervigreindar og hugbúnaðarþróunar. Hann starfaði síðast sem CTO hjá Activity Stream og þar áður hjá Vodafone og Kaupþingi.

Störf Helga Páls hafa hlotið ýmsar viðurkenningar. Hann hlaut  “Kurzweil Best AGI Idea” verðlaunin á AGI ráðstefnunni árið 2012. Jafnframt hlaut Activity Stream viðurkenninguna “Best AI/Machine Learning Startup” frá Nordic Startup Awards árin 2018 og 2019 undir stjórn Helga.

,,Ég er mjög spenntur að fá að koma að áframhaldandi uppbyggingu á gervigreind í ferðatækni hjá Travelshift og að fá tækifæri til að vinna með fyrirtæki sem er frábært í því að ná árangri og að laða til sín úrvals fólk á öllum sviðum. Svo elska ég líka að ferðast, sjá nýja staði og upplifa nýja hluti,“ segir Helgi Páll.

Heimshornaflakkari starfar við áhugamálið

Helga lauk doktorsprófi í reikniverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Þá lauk hún B.Sc.í stærðfræði við Háskóla Íslands árið 2008 og M.Sc. í reikniverkfræði árið 2010. Undanfarin ár hefur Helga starfað sem gagnasérfræðingur hjá CCP Games og vísindakona hjá raðgreiningardeild Íslenskrar erfðagreiningar.

„Ég er mikill heimshornaflakkari og hef heimsótt hátt í 50 lönd í sex heimsálfum. Ég þekki því vel hvað það krefst mikils undirbúnings að skipuleggja ferðalög. Það eru því mikil forréttindi fyrir mig að fá tækifæri til að samtvinna sérhæfingu mína í gervigreind með mínu helsta áhugamáli og einfalda túristum að ferðast og upplifa heiminn,“ segir Helga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Salah kveður Liverpool
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur