fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Liz Truss boðar til óvenjulegs fundar í kvöld – Gæti reynst örlagaríkur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. október 2022 08:00

Liz Truss er í miklum ólgusjó þessa dagana. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegur fundur fer fram í kvöld hjá bresku ríkisstjórninni. Liz Truss hefur boðað ríkisstjórn sína til fundar í kvöld en mjög óvenjulegt er að ríkisstjórnin fundi á mánudögum. Truss hefur gegnt embætti forsætisráðherra í sex vikur en óhætt er að segja að sá tími hafi verið ansi stormasamur. Henni tókst að valda hruni á fjármálamörkuðum og kolfella gengi pundsins með því að tilkynna um umdeildar efnahagsaðgerðir. Hún hefur tekið margar pólitískar u-beygjur á þessum sex vikum og rekið fjármálaráðherra sinn úr embætti, hann var látinn taka ábyrgð á hinum umdeildu efnahagsaðgerðum.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í kvöld verður Truss að reyna að sannfæra ríkisstjórn sína um að hún sé enn með föst tök um valdataumana. The Times segir að leynifundir hafa farið fram að undanförnu meðal þingmanna Íhaldsflokksins þar sem rætt hefur verið um að ýta Truss til hliðar og finna nýjan formann og þar með forsætisráðherra.

The Guardian og Daily Mail segja að orðrómur sé uppi um að allt að 100 þingmenn Íhaldsflokksins styðji nú vantrauststillögu á hendur Truss. Slíka atkvæðagreiðslu verður samkvæmt flokksreglum að bera undir hina svokölluðu 1922 nefnd. The Guardian segir að nefndin fundi á miðvikudaginn og að Graham Brady, formaður hennar, sé andsnúin því að vantrauststillaga verði lögð fram áður en ríkisstjórnin kynnir nýja efnahagsáætlun sína en til stendur að kynna hana 31. október.

Að auki þarf að breyta reglum flokksins til að hægt sé að kjósa um vantraust á Truss því samkvæmt núverandi reglum er ekki hægt að boða til slíkrar atkvæðagreiðslu á fyrsta ári formanns í embætti.

Það er því mikið í húfi fyrir Truss í kvöld. Henni verður að takast að sannfæra ríkisstjórn sína um að hún sé rétta manneskjan til að standa í brúnni og stýra skútunni áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“