Þetta hafa CNN og The Washington Post eftir ónafngreindum heimildarmanni.
Að sögn var það einn starfsmanna Trump sem sagði FBI að hann hafi fyrirskipað starfsfólki sínu að fjarlægja skjöl úr skjalageymslu eftir að lögmenn hans fengu húsleitarheimildina í hendurnar í maí.
Miðlarnir segja að FBI sé með upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna starfsfólk Trump bera kassa út úr skjalageymslunni.
Það var sögulegur atburður þegar FBI gerði húsleit heima hjá Trump í byrjun ágúst. Við leitina fundust rúmlega 11.000 skjöl, þar af voru rúmlega 100 stimpluð sem leyniskjöl.
Meðal þessara skjala voru upplýsingar um kjarnorkuvopnaeign annarra ríkja. Þetta eru svo leynileg skjöl að auk Trump höfðu aðeins æðstu embættismenn í stjórn hans aðgang að þeim.
Um þriðjungur skjalanna, sem FBI fann, var innan um persónulegar eigur Trump.