fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Eyjan

Stormasamt í Silfrinu er Ólöf og Ragnar Þór tókust á – „Ég tel þig ekki hafa trúverðugleika til þess“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 9. október 2022 15:46

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, voru gestir Egils Helgasonar í Silfrinu á RÚV í dag. Ragnar og Ólöf sækjast bæði eftir því að verða forseti Alþýðusambands Íslands.

Verkalýðsbaráttan hefur verið stormasöm á árinu, sérstaklega eftir hópuppsagnir Sól­veigar Önnu Jóns­dótt­ur, formanns Eflingar, á skrifstofufólki Eflingar. Hópuppsagnirnar voru harðlega gagnrýndar og fordæmdar úr mörgum áttum en athygli vakti að engin fordæming kom frá VR. Stundin greindi frá því í vor að Ragnar Þór hafi lagst gegn því að trún­að­ar­ráð fé­lags­ins myndi senda frá sér álykt­un, þar sem hópupp­sagn­ir Efl­ing­ar yrðu for­dæmd­ar.

Þessar hópuppsagnir komu oftar en einu sinni til tals í Silfrinu í dag en segja má að það hafi andað köldu milli Ragnars og Ólafar. „Nú erum við að horfa fram á það að mögulegur næsti forseti ASÍ ætlar ekki að hafa það í farteskinu að geta fordæmt hópuppsagnir í nafni skipulagsbreytinga – einfaldlega vegna þess að var Sólveig Anna sem stóð í þessum hópuppsögnum,“ sagði Ólöf þegar rætt var um hópuppsagnirnar og viðbrögð VR við þeim.

„Ég skal alveg viðurkenna það að þetta mál var stjórn VR mjög erfitt, við ræddum það fram og til baka, en á endanum náðum við niðurstöðu sem allir gátu sætt sig við. Það var einróma niðurstaða að fara fram með þessum hætti, einblína á það að aðstoða fólkið sem varð fyrir þessum hópuppsögnum,“ svaraði Ragnar þá „En eins og staðan er í dag þá verðum við… við þurfum að ákveða á þinginu hvort þessi átök eigi að halda áfram, á þetta að snúast um Eflingu eða á þetta að snúast um að sameina krafta okkar í þeim verkefnum sem eru fram undan.“

„Hvar heldur þú að starfsfólk Eflingar sé í dag?“

Ólöf sagðist að sjálfsögðu vera sammála því að það þurfi á sameiningu að halda innan hreyfingarinnar.

„Það er náttúrulega alltaf ágreiningar innan hreyfingarinnar, það er rosalega eðlilegt, en hvort þeir eigi alltaf að rata í fjölmiðla er aftur á móti hin spurningin. Hvort það sé ekki í lagi að láta málin fara í réttan farver áður en við förum með einhverjar upphrópanir í fjölmiðla,“ sagði hún.

Þá greip Ragnar Þór inn í: „Ég fékk nú vantraust frá ykkur bara fyrir örstuttu síðan í sameiginlegri grein, þér hefði kannski verið nær að setjast niður og ræða málin.“

Ólöf sagðist standa við greinina sem um ræðir. „Ég er, eins og ég segi hér og nú, ég tel þig ekki hafa trúverðugleika til þess að leiða hreyfinguna. Ég get ekki séð að forseti ASÍ geti verið einstaklingur sem hefur ekki fordæmt hópuppsagnir.“

Við þetta sauð upp úr milli Ólafar og Ragnars sem fóru bæði að tala ofan í hvort annað. „Sem hefur ekki tekið afstöðu með öðrum aðila í hatrömmum deilum, þetta snýst um það, þið eruð að taka þessi hatrömmu átök inn á ASÍ þingið, hvernig væri að fara að hugsa um fólkið okkar?“ sagði Ragnar.

Á meðan útskýrði Ólöf að málið snérist ekki um Sólveigu heldur um Eflingu sem atvinnurekanda.

„Þetta er ekki annar aðili, þetta snýst um atvinnurekanda og launafólk, og þú tókst afstöðu. Hvar heldur þú að starfsfólk Eflingar sé í dag? Heldurðu að það sé í betri stöðu heldur en fyrir uppsagnirnar? Nei. Ég get alveg sagt þér það að þarna var ekki verið að tala um stéttarfélag og annan aðila, þarna var verið að tala um atvinnurekanda. Efling var atvinnurekandi í þessu sérstaka máli, þegar atvinnurekandinn sagði upp öllu sínu skrifstofufólki vegna skipulagsbreytinga. Það er punkturinn, það á ekki að skipta máli hver atvinnurekandinn er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“