fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Segir að hægrisinnaður einræðisherra geti verið við völd í Bandaríkjunum 2030

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 18:32

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2030 gæti sú staða verið komin upp að hægrisinnaður einræðisherra, verði við völd í Bandaríkjunum. Þetta segir Thomas Homer-Dixon, kanadískur stjórnmálafræðingur og stofnandi Cascade Institute við Royal Roads University í Bresku Kólumbíu, í grein í the Globe and Mail.

Í greininni segir hann að Kanadamenn verði að búa sig undir þetta og að geta varið sig gegn „hruni bandarísks lýðræðis“. „Við megum ekki afneita þeim möguleika bara af því að hann virðist fáránlegur eða of hræðilegur til að ímynda sér,“ segir hann.

„2014 hefði flestum þótt fáránlegt ef sagt hefði verið að Donald Trump yrði forseti. En í dag lifum við í heimi þar sem fáránleikinn verður reglulega að raunveruleika og hinn hræðilegi hversdagur,“ segir hann og kemur síðan með dökka spá: „Hugsanlega getur bandarískt lýðræði hrunið 2025, það mun valda gríðarlegu pólitísku ójafnvægi innanlands, þar á meðal útbreiddu ofbeldi. Þegar kemur fram á 2030, ef ekki fyrr, gæti landið verið undir stjórn einræðisherra úr röðum hægrimanna.“

Þessu til stuðnings bendir hann á tilraunir Trump til að sitja áfram við völd í Hvíta húsinu þrátt fyrir að hann hafi tapað fyrir Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Við þessar tilraunir hafi hann notið stuðnings stjórnmálamanna úr röðum Repúblikana sem hafi neitað að viðurkenna sigur Demókrata.

Hann segir að Kanada standi frammi fyrir erfiðum tímum, óveður stefni að úr suðri. Nú þurfi Kanadamenn að beina sjónum sínum að Bandaríkjunum og stöðunni þar. Hvernig þeir geti tekist á við líkleg endalok lýðræðis í Bandaríkjunum. „Við verðum að byrja á að átta okkur á hversu mikil hætta er á þessu. Ef Trump verður endurkjörinn, jafnvel undir jákvæðari sviðsmyndum, þá stöndum við frammi fyrir miklum efnahagslegum og pólitískum hættum,“ segir hann.

Hann segist sjá fyrir sér sviðsmynd þar sem ný stjórn Trump hafi á áhrifaríkan hátt gert út af við alla andstöðu innanlands og hafi vísvitandi valdið nágrönnum sínum í norðri tjóni. „Hvað varðar enn dekkri sviðsmyndir, þá gæti landið okkar staðið frammi fyrir tilvistarvanda, miklu meiri en nokkru sinni í sögu þjóðar okkar. Hvað gerist til dæmis ef þekktir stjórnmálamenn flýja til norðurs undan ofsóknum og bandaríska einræðisstjórnin krefst þess að fá þá framselda. Hlýðum við?“

„Trump og fjöldi áhangenda hans og eftirherma á borð við Tucker Carlson, hjá Fox News, og Marjorie Taylor Greene, þingmanns frá Georgíu, hafa breytt Repúblikanaflokknum í „næstum fasískan persónudýrkunarsöfnuð“ sem er fullkomið verkfæri til að eyðileggja lýðræði,“ segir hann og bætir við að enn verri sviðsmynd geti verið að Trump sé „kannski bara upphitunaratrið“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK