fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Hver fær síðasta ódýra rafmagnsbílinn? Stefnir í kapphlaup um þá

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 09:00

Volkswagen ID.4 rafmagnsbíll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að síðasti rafmagnsbílinn, sem nýtur skattaívilnunar stjórnvalda, seljist um mitt árið en þessi skattaívilnun nær til 15.000 bíla. Í kjölfarið mun verðið á rafmagnsbílum hækka um allt að 1,5 milljónir. Formaður FÍB segir að þetta muni leiða af sér kapphlaup á milli innflytjenda og neytenda.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Um áramótin var búið að selja um 11.000 rafmagnsbíla með þessari ívilnun og reiknar Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, með að 15.000 bíla kvótinn klárist um mitt ár. Hann kallar eftir fyrirsjáanleika frá stjórnvöldum.

100% hreinir rafbílar fá ívilnun í formi lægri virðisaukaskatts og getur upphæðin numið allt að 1,5 milljónum króna. Þegar kvótinn verður uppurinn hækkar verðið á þessum bílum og þá um allt að 1,5 milljónir.

Þar sem framleiðsla rafmagnsbíla gengur hægt þessa mánuðina vegna heimsfaraldursins gæti sú staða komið upp á íslenskir kaupendur panti sér bíl í sumar en vegna seinkunar verði kvótinn orðinn fullur og þegar upp verður staðið verði bíllinn 1,5 milljónum dýrari en upphaflega.

Haft er eftir Runólfi að neytendur þurfi meiri fyrirsjáanleika og honum líst ekki vel á að einhverskonar höfrungahlaup hefjist á markaðnum til að fylla kvótann.

Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu voru rafbílar 27,8% seldra bíla á síðasta ári. Niðurfelling virðisaukaskatts á rafmagnsbíla árið 2020 nam 2,9 milljörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“