fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

NATO sendir herskip í Eystrasalt vegna vaxandi spennu – „Erum hér til að sýna samstöðu“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 07:00

HNLMS_Rotterdam. Mynd:Kees Torn, Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NATO hefur sent herskipið HNLMS Rotterdam inn í Eystrasalt vegna vaxandi spennu þar. Svíar sendu í síðustu viku fjölda hermanna og hernaðartækja til Gotlands sem er sænsk eyja í Eystrasalti. Gotland er mjög mikilvæg eyja vegna staðsetningar sinnar en sá sem ræður yfir henni er í lykilstöðu varðandi umferð um Eystrasalt. Svíar gripu til þessara aðgerða vegna vaxandi umsvifa og ágengni Rússa í Eystrasalti. Þeir hafa til dæmis sent 6 landgönguskip þangað á síðustu dögum.

Aftonbladet segir að nú hafi NATO einnig brugðist við og sent HNLMS Rotterdam inn í Eystrasalt og sé skipið nú nærri Gotlandi. „Við erum að sýna að við erum þarna og til að sýna samstöðu,“ sagði talsmaður NATO í samtali við Aftonbladet.

HNLMS Rotterdam er frá hollenska flotanum. Það sigldi í gegnum Eyrarsund á laugardaginn og er nú sunnan við Borgundarhólm, sem er dönsk eyja. Skipið er flaggskip hraðaðgerðasveita NATO, Standing NATO Maritime Group 1, og er byggt til að þyrlur geti lent á því og landgönguskip lagt að því.

NATO segir að skipið sé nú í Eystrasalti til að fylgjast með stöðu mála þar.

Aftonbladet hefur eftir Magnus Christiansson, hjá sænska Varnarmálaháskólanum, að það sé ekki óvenjulegt að NATO sé með skip í Eystrasalti. Hins vegar sé tímasetningin núna tengd hinni miklu spennu sem ríkir í Evrópu vegna liðsafnaðar Rússa við úkraínsku landamærin og krafna þeirra til NATO um að bandalagið taki ekki fleiri ríki inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“