fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Hótanir Pútín hafa öfug áhrif – Ýta Svíum og Finnland nær NATO

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 19:00

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur krafist þess að Úkraína, Finnland og Svíþjóð fái ekki aðild að NATO. Þessar kröfur hefur hann sett fram í tengslum við mikla hernaðaruppbyggingu Rússa við úkraínsku landamærin. En með þessum kröfum sínum og hótunum sem felast í aðgerðum Rússa hefur Pútín í raun haft öfug áhrif á Svía og Finna.

Bæði ríkin eru utan NATO og hafa alltaf reynt að halda hlutleysi sínu og forðast að taka afstöðu í ýmsum málum til að forðast að styggja Pútín.

En kröfur Rússa til Svía og Finna í tengslum við spennuþrungið ástandið á úkraínsku landamærunum hafa ekki haft þau áhrif sem þeir væntu. Þvert á móti. Bæði Svíþjóð og Finnland virðast nú færast nær NATO.

Rússar hafa sett þær kröfur fram að Úkraína verði aldrei nokkru sinni aðili að NATO og hafa krafist tryggingar frá NATO um að bandalagið veiti Svíþjóð og Finnlandi heldur ekki aðild.

Þetta hefur haft þau áhrif að fólk, sem hefur alltaf verið andsnúið NATO-aðild Svía og Finna, er nú farið að segja að það telji rétt að íhuga að löndin sæki um aðild að bandalaginu.

Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, fundaði nýlega með Sauli Niinistoe, forseta Finnlands, um stöðu mála. Hún ræddi einnig við Jens Stoltenberg, aðalritara NATO, og þakkaði honum fyrir að fundi loknum og sagði í raun að Svíar færist nú nær aðild að NATO.

Svíar standa utan NATO en eiga í samstarfi við bandalagið og her landsins æfir stundum með sveitum NATO. Fyrir tveimur árum samþykkti sænska þingið kvöð fyrir ríkisstjórn landsins um að tryggja nægilega öflugan herafla í landinu til að það geti gengið til liðs við NATO ef þörf krefur. Finnar hafa einnig gefið í skyn að þeir vilji nota svipaða aðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð