Fréttablaðið skýrir frá þessu. Þegar Lilja skipaði Hörpu í embættið vísaði hún til undanþáguákvæðis í lögum sem heimilar að embættismenn séu færðir til.
Á Safnaþinginu sagði Lilja að hún hefði ekki staðið svona að skipuninni í embættið ef hún hefði vitað hver viðbrögðin í samfélaginu yrðu.
„Lilju var mjög mikið niðri fyrir. Hún harmaði að hafa fært til embættismann í starfi með þessum hætti, hefur Fréttablaðið eftir Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur, formanni Íslandsdeilar ICOM, alþjóðaráðs safna, sem var vitni að yfirlýsingu Lilju ásamt tugum annarra. Hún sagði að upplifun fólks hafi verið að Lilja sæi sannarlega eftir þessu.