fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 26. september 2022 17:00

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, segir í grein sem hann ritaði á Vísi í dag staðfest dæmi um að við gerð fasteignamats næsta árs hafi Þjóðskrá Íslands, tekið fram fyrir hendur byggingafulltrúa sveitarfélaga og skráð nýbyggingar á hærra matsstig en þær eru í raun. Með þessu væri Þjóðskrá að fara gegn lögum þar sem skýrt komi fram að það sé verk byggingafulltrúa að sjá um slíkar skráningar.

DV sendi fyrirspurn á Þjóðskrá vegna málsins og var þar vísað á húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem nú fer með fasteignamat. Í svörum framkvæmdastjóra HMS, Tryggva Más Ingvarssonar, segir að grein Tómasar byggi á misskilningi.

„Greinin byggir á misskilningi sem þarf að leiðrétta. Í henni er ekki gerður greinarmunur á byggingarstigi annars vegar og matsstigi hins vegar. Byggingarstigi er á forræði og ábyrgð sveitarfélaga og endurspeglar stjórnsýslu í mannvirkjamálum, þ.e. leyfisveitingar fyrir mannvirkjagerð og úttektir á framkvæmdum.

Matsstig er annað, það er notað við gerð fasteignamats og lýsir raunverulegri stöðu fasteignar, óháð eftirliti byggingarfulltrúa. Oftast er staða byggingarstigs og matsstigs hin sama, en það er ekki alltaf reyndin. Þannig getur verið mismunur t.d. ef íbúð hefur verið tekin í notkun áður en lokaúttekt fer fram þá er eignin skráð með hærra matsstig en byggingarstig.

Telji eigendur fasteigna þær upplýsingar sem liggja til grundvallar fasteignamati ekki réttar geta þeir óskað eftir endurskoðun matsins.“

Sjá einnig: Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur