fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Eyjan

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 26. september 2022 11:30

Þjóðskrá Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Ellert Tómasson ,byggingaverkfræðingur, segir staðfest að dæmi séu um, að við gerð fasteignamats næsta árs, hafi Þjóðskrá Íslands, tekið fram fyrir hendur byggingafulltrúa sveitarfélaga og skráð nýbyggingar á hærra matsstig en þær eru í raun. Með þessu sé Þjóðskrá að fara gegn lögum þar sem skýrt komi fram að það sé verk byggingafulltrúa að sjá um slíkar skráningar.

Þetta kemur fram í grein sem Tómas ritaði og birti hjá Vísi í dag.

Tómas segir að þetta þýði í stuttu máli að þetta leiði til hærri fasteignagjalda og erfðafjárskatts sem greiða þurfi af eignum því fasteignamatið skapi grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda. Þetta hærra matsstig hækki einnig álagningarstofn fasteignagjalda sveitarfélaga.

„Fasteignamatið er einnig notað í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar eignar. Enn fremur miða sumar lánastofnanir veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati.“

Tómas segir mikilvægt fyrir fasteignaeigendur að ganga úr skugga um að fasteignir þeirra séu rétt skráðar. Ef upplýsingar séu ekki réttar þá skuli koma athugasemdum á framfæri við byggingarfulltrúa í viðeigandi sveitarfélagi. En ef eigendur telja að fasteignamat endurspegli ekki gangverð þá sé hægt að gera athugasemd eða sækja um endurmat.

„Hvað olli því svo og í hvaða tilgangi Þjóðskrá tók fram fyrir hendur byggingafulltrúa landsins við skráningu matsstigs fasteigna við gerð fasteignamats fyrir árið 2023 ferða forstjóri Þjóðskrár og innviðaráðherra sem ber ábyrgð á stofnuninni að svara fyrir.“

DV hefur sent fyrirspurn á Þjóðskrá Íslands og Sigurð Inga Jóhannesson, innviðaráðherra, vegna málsins og bíður eftir svörum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið