fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Bjarni Ben botnar ekkert í gagnrýni Þórðar – „Hvers konar furðuskrif eru þetta?“

Eyjan
Þriðjudaginn 20. september 2022 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsir furðu á skrifum Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, frá því í dag, en Þórður skrifaði ítarlega grein um sakamálarannsókn þar sem Þórður og fleiri fréttamenn hafa fengið stöðu sakborninga vegna meintra brota gegn friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar.

Þórður gagnrýndi meðal annars í grein sinni ummæli Bjarna frá því að málið kom fyrst upp, en Bjarni hafði þá viðrað þá skoðun sína á samfélagsmiðlum að hann teldi fjölmiðlamenn telja sig yfir lög og reglur hafna og velti því fyrir sér hvort þeir væru of góðir til að mæta í yfirheyrslur.

Um þetta skrifaði Þórður:

Færsla Bjarna var for­dæma­laus og grafal­var­leg, enda öllu skyn­sömu fólki ljóst að þar var valda­mik­ill stjórn­mála­maður að skipta sér af lög­reglu­rann­sókn á blaða­mönnum og koma vilja sínum um fram­gang hennar skýrt til skila. 

Sjá einnig: Þórður Snær hefur afhent Blaðamannafélagi Íslands öll gögn um „Skæruliðadeild Samherja“

Bjarni hefur nú svarað Þórði og skrifar á Facebook að skrif Þórðar hafi vakið furðu hans og segir sorglegt hversu langt frá kjarna málsins ritstjóri Kjarnans sé kominn:

„Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar.

Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta?“

Við gagnrýni Þórðar gerir Bjarni eftirfarandi athugasemdir:

  1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna.

  2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið.

Fyrst og fremst segist Bjarni hafa verið að biða um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Eins hafi hann talið umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum.

„Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings.

Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum.

Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum.

Með lögum skal land byggja.“

Við þetta bætir Bjarni, fyrir áhugasama, orðum úr úrskurði Landsréttar þar sem „málflutningi blaðamanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar verndar að lögum,“ var vísað frá dómi.

„Af öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu.

Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn bóginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra.

Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi.“

Þórður skrifaði meðal annars í grein sinni að aðkoma háttsettra stjórnmálamanna að málinu væri réttarríkinu minnst sæmandi.

„Með henni erum við komin á slóðir sem Ísland gefur sig ekki út fyrir að vera á. Þar er eitt að valda­mesti stjórn­mála­maður lands­ins legg­ist á voga­skál­arnar með þeim hætti sem hann gerði, og að aðstoð­ar­maður yfir­manns lög­gæslu­mála í land­inu hafi fylgt í kjöl­farið með blessun yfir­manns síns. En annað og þung­bær­ara er dug­leysi þeirra sem veita þeim vald. Áhrifa­fólk sem maður taldi að myndi standa upp fyrir lýð­ræð­inu og frjálsri fjöl­miðl­un, en hefur setið sem fast­ast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni