fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Eyjan

Bjarni segir að einkarekstur bæti heilbrigðisþjónustuna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 09:00

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í gær. Eins og áður eru heilbrigðismál stærsti útgjaldaliðurinn en rúmlega 30% af fjárlögunum fara í útgjöld til heilbrigðismála. Bjarni segir að heilbrigðiskerfið hafi náð góðum árangri á ýmsum sviðum en glími einnig við áskoranir og séu biðlistar og óboðleg vistun sjúklinga dæmi um það.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bjarna að hann telji að meiri árangur muni nást ef samstarf opinberra aðila og einkaaðila verði aukið.

Hann sagði að helstu umbæturnar undanfarið tengist auknu einkaframtaki. Það hafi gefist mjög vel í tengslum við liðskiptaaðgerðir að eiga samstarf við einkaaðila. „Sama á við um hjúkrunarheimilin þar sem margir sjálfstætt starfandi hafa náð frábærum árangri,“ sagði hann.

Þegar Svandís Svavarsdóttir réði ríkjum í heilbrigðisráðuneytinu héldu Vinstri græn fast við ríkisrekstur í heilbrigðismálum. Nú er Framsóknarflokkurinn með heilbrigðisráðuneytið.

Þegar Bjarni var spurður hvort sundrung sé meðal stjórnarflokkanna hvað varðar málefni heilbrigðisþjónustu sagðist Bjarni vonast til að svo sé ekki.

Í fjárlagafrumvarpinu er gert fyrir að framlög til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa verði aukin um fimm milljarða frá fjárlögum síðasta árs en á sama tíma verður lítil breyting á framlögum til sjúkrahúsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa þurft að víkja – steinkast flokksmálgagna úr glerhúsinu er vandræðalegt

Orðið á götunni: Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa þurft að víkja – steinkast flokksmálgagna úr glerhúsinu er vandræðalegt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Þurfum hraðari uppbyggingu – lítið gerðist í tíð Einars sem borgarstjóra

Heiða Björg Hilmisdóttir: Þurfum hraðari uppbyggingu – lítið gerðist í tíð Einars sem borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum