Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bjarna að hann telji að meiri árangur muni nást ef samstarf opinberra aðila og einkaaðila verði aukið.
Hann sagði að helstu umbæturnar undanfarið tengist auknu einkaframtaki. Það hafi gefist mjög vel í tengslum við liðskiptaaðgerðir að eiga samstarf við einkaaðila. „Sama á við um hjúkrunarheimilin þar sem margir sjálfstætt starfandi hafa náð frábærum árangri,“ sagði hann.
Þegar Svandís Svavarsdóttir réði ríkjum í heilbrigðisráðuneytinu héldu Vinstri græn fast við ríkisrekstur í heilbrigðismálum. Nú er Framsóknarflokkurinn með heilbrigðisráðuneytið.
Þegar Bjarni var spurður hvort sundrung sé meðal stjórnarflokkanna hvað varðar málefni heilbrigðisþjónustu sagðist Bjarni vonast til að svo sé ekki.
Í fjárlagafrumvarpinu er gert fyrir að framlög til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa verði aukin um fimm milljarða frá fjárlögum síðasta árs en á sama tíma verður lítil breyting á framlögum til sjúkrahúsa.