fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Segir það pólitíska ákvörðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að ekkert verði gert til að auka jöfnuð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 09:00

Ríkisstjórnin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag fáum við að líta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar sjáum við svart á hvítu hvaða samfélag þeir þrír flokkar sem mynda ríkisstjórn Íslands, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, vilja byggja.“

Svona hefst grein eftir Helgu Völu Helgadóttur, þingflokksformann Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu í dag. Hún ber fyrirsögnina: „Samfélag jöfnuðar?“

Í greininni fjallar hún fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar en það verður kynnt í dag. Segir Helga að þjóðin hafi fengið nasasjón af frumvarpinu um helgina. Ráðherrar hafi sagt að fresta eigi verkefnum, skattar verði óbreyttir en krónutala gjalda á almenning verði hækkuð.

„Heildarplaggið er enn á huldu en þetta segir okkur samt ákveðna sögu. Ríkisstjórnin ætlar sér ekki að sækja tekjur í ríkissjóð til hinna efnameiri heldur til almennings óháð efnahag. Skattar verða óbreyttir en krónutöluhækkun er boðuð á gjöldin og þar með birtist sá vilji flokkanna þriggja að sá sem er með 400 þúsund krónur á mánuði borgi jafn mikið til samneyslunnar og sá sem hefur 4 milljónir. Flokkarnir ætla, ef marka má orð þeirra, ekkert að gera til að auka hér jöfnuð. Ekkert hefur verið sagt um að hækka skatt á fjármagnstekjur eða stóreignir, arð banka eða stórútgerða. Nei, það skal sækja fjármagnið til almennings óháð efnahag og eignastöðu. Þetta er pólitísk ákvörðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir hún.

Hún segir síðan að það verði fróðlegt að sjá hvort gerðar verði aðhaldskröfur á heilbrigðisstofnanir sem hafi verið fjársveltar áratugum saman. „Flótti starfsfólks og langir biðlistar einkenna stjórn þessarar ríkisstjórnar á heilbrigðiskerfinu og ef aukið aðhald á heilbrigðisstofnanir verður svar ríkisstjórnar í fjárlögum næsta árs er ljóst að hennar verður minnst í framtíðinni fyrir aukinn ójöfnuð og vanrækslu við eina stærstu grunneiningu íslensks samfélags. Þau sem eiga fjármagn geta þannig sótt sér heilbrigðisþjónustu utan landsteinanna, aðrir mega bíða. Það er ekki nóg að segjast á tyllidögum ætla að auka hér jöfnuð og hækka veiðigjöld eða bankaskatt þegar ekkert slíkt er svo sett fram í fjárlögum. Með slíkum orðum sínum er forystufólk ríkisstjórnarinnar að beita þjóðina blekkingum um raunverulega stefnu sína og sinna flokka,“ segir hún síðan í niðurlagi greinarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda