Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um Reykjavíkurborg, stingur upp á því að borgin loki nokkrum götum við grunnskóla, líkt og gert er í Lundúnum.
Hann greinir frá þessu á Twitter. „Hvernig væri að prófa að loka nokkrum götum við grunnskóla í borginni? Stækka leiksvæði krakkana, minnka hættu á slysum, auðveldra krökkum að ganga og hjóla í skólann. Það mætti jafnvel fá krakkana til að taka þátt í nýrri hönnun götunnar“
Með þessu deilir hann tísti sem segir að í London séu nú 300 skólagötur sem séu að bjarga lífum barna og verja lungun þar sem göturnar eru lokaðar og bílar geta ekki ekið þær til að skutla börnum í skólann. Þetta séu 80 prósent foreldra ánægðir með, hafi leitt til 18 prósent minnkunar í bílanotkun og 23 prósent minnkunar af útblæstri.
Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingar, skrifar athugasemd við tístið þar sem hún bendir á að Vesturvallagötu hafi verið lokað frá Hringbraut til að stækka skólalóð og þetta séu íbúar himinlifandi með og skólalóðin æðisleg. Og Felix Bergsson leikari skrifar hreinlega: „Heyr heyr!“
Hvernig væri að prófa að loka nokkrum götum við grunnskóla í borginni? Stækka leiksvæði krakkana, minnka hættu á slysum, auðvelda krökkum að ganga og hjóla í skólann. Það mætti jafnvel fá krakkana til að taka þátt í nýrri hönnun götunnar. https://t.co/UmzluevRY4
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 6, 2022