„Ég bíð bara á hliðarlínunni og legg jafnaðarmönnum allt til sem ég get. Það er einfaldlega þannig, en ég hef engin áform um þetta. Ef ég get hjálpað til þarna eða annars staðar þá geri ég það,“ svaraði hann þegar Morgunblaðið spurði hann hvort hann íhugi að bjóða sig fram í varaformannsembætti Samfylkingarinnar.
„Maður segir aldrei aldrei í pólitík,“ bætti hann síðan við.
Hann var varaformaður Samfylkingarinnar á árum áður og sat á þingi og gegndi ráðherraembætti.
Kristrún Frostadóttir, þingmaður, hefur lýst yfir framboði til formanns flokksins. Enn sem komið er hún ein um að hafa lýst yfir framboði.