fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Guðrún Þórisdóttir ráðin til að leiða Gray Line Worldwide

Eyjan
Föstudaginn 2. september 2022 13:57

Guðrún Þórisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Þórisdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gray Line á Íslandi, hefur verið ráðin í starf forseta Gray Line Worldwide, sem eru elstu og stærstu samtök fyrirtækja í skoðunarferðum í heiminum. Í fréttatilkynningu kemur fram að sem forseti GLW mun Guðrún leiða stefnumörkun samtakanna, vera talsmaður þeirra og annast samskipti við leyfishafa um allan heim.

Guðrún var kosin í stjórn Gray Line Worldwide árið 2013 og hefur setið þar síðan. Samtökin voru stofnuð 1910 og standa að þeim tæplega 100 fyrirtæki í skoðunarferðum víða um heim. Skrifstofa GLW er í Bandaríkjunum, þar sem haldið er utan um leyfismál, markaðsmál, fjármál og vefsíðu sem hægt er að skoða á alls 132 tungumálum til að panta ferðir um allan heim, þar á meðal á Íslandi.

„Vissuleg er heiður fyrir mig og viðurkenning að hafa verið ráðin í þetta mikilvæga starf. En ekki síður er það viðurkenning fyrir Gray Line á Íslandi, sem hefur verið leiðandi í nýsköpun í skoðunarferðum og miðlað þekkingu til samstarfsfyrirtækjanna. Ég efa heldur ekki að þau samskipti sem framundan eru við fjölda hagaðila út um allan heim styrki tengslin við íslenska ferðaþjónustu. Ég hlakka mikið til þess sem er framundan, enda veit ég ekkert skemmtilegra en að ferðast, skoða mig um og kynnast nýrri menningu. Á hverjum stað sem ég heimsæki reyni ég að komast í skoðunarferðir, því mér finnst það vera besta leiðin til að upplifa áfangastaði,“ er haft eftir Guðrúnu í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur