Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá fagfélögum og Bandalagi Háskólamanna á verklagi sem Lilja Aðfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, við hafði við skipun Hörðu Þórðardóttur í embætti þjóðminjavarðar.
Skipunin hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem embættið var ekki auglýst heldur var Harpa flutt til í starfi á grundvelli umdeildrar lagaheimildar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Starfsmannafélagið segir að skipunin lýsi metnaðarleysi ráðuneytis Lilju í garð Þjóðminjasafns Íslands og að skipunin beri vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kasti rýrð á málaflokkinn í heild. Fram er tekið í yfirlýsingu starfsmannafélagsins að ekki sé verið að beina gagnrýninni að Hörpu sjálfri heldur varði hún umgjörð skipunarinnar.
Yfirlýsingin í heild:
„Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá fagfélögum og BHM á verklagi menningar- og viðskiptaráðuneytis við skipun þjóðminjavarðar þann 25.8.2022. Félagið harmar að ráðuneyti og ráðherra hafi valið að auglýsa ekki embættið til umsóknar. Verklagið lýsir metnaðarleysi ráðuneytisins í garð Þjóðminjasafns Íslands, ber vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kastar rýrð á málaflokkinn í heild.
Gagnrýnin beinist alfarið að ferli skipunarinnar en ekki að Hörpu Þórsdóttur.“