fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Sanna og Trausti lækka laun sín með því að greiða 100 þúsund krónur á mánuði til styrktarsjóðs

Eyjan
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon, segja laun stjórnmálafólks á Íslandi of há. Þar sem þau geti ekki einhliða lækkað laun sín hafi þau ákveðið að lækka laun sín með því að greiða 100 þúsund krónur af mánaðarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjarnan sem styður við réttlætis- og hagsmunabaráttu hópa sem standa illa fjárhagslega. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Vorstjörnunnar.

Þar er haft eftir Sönnu: „Laun stjórnmálafólks eru of há á Íslandi og sósíalistar hafa lagt til að þau verði lækkuð. Þar til okkur tekst að lækka launin almennt kjósum við að lækka laun okkar sjálfra með þessum hætti, flytja fé sem við fáum til persónulegra nota inn í hagsmunabaráttu fólks sem stendur miklu verr en við.“

Þessi samanlagði styrkur Sönnu og Trausta mun nema 2,4 milljónum króna á ári og kemur til viðbótar við framlag borgarsjóðs til Sósíalistaflokksins sem er rúmar 4,5 milljónir á ári en Sósíalistaflokkurinn hefur ákveðið að færa framlag borgarsjóðs í Vorstjörnuna.

„Reykjavíkurborg styrkir flokka og stjórnmálafólk með þeim rökum að hún sé að örva lýðræðið í borginni. Með því að styrkja hagsmuna- og réttlætisbaráttu hópa sem eiga í erfiðleikum með að halda uppi sinni baráttu eflum við lýðræðið miklu betur en að eyða þessum peningum í sjálf okkur eða flokkinn,“ segir Trausti. 

Í tilkynningu segir að Sanna og Trausti bendi á að fátækt fólk á Íslandi þurfi að reka hagsmunabaráttu sína í samkeppni við aðila sem hafi mun meiri fjárráð, þá ekki síst hagsmunasamtök auðugustu fjármagnseigendanna og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna í landinu. Þetta þýði að þeir fátæku og valdalausu verði oft undir í baráttunni. Í tilkynningu segir: „Auðvaldið valtar yfir allt þótt það sé að boða lygar á meðan að fátæka fólkið reynir að koma sannleikanum á framfæri.“

Sanna segir að fjölmiðlar reyni lítið að vega upp þennan aðstöðumun.

„Hagsmunasamtök allra ríkasta fólksins, kannski í reynd aðeins 50 til 60 manns, drottna yfir allri umræðu í landinu. Raddir fórnarlamba þeirra, hinna fátæku og valdalausu, heyrast varla. Ef fjölmiðlar væru lýðræðislegir myndu þeir alla daga segja frá kröfum og sjónarmiðum almennings en geta hugmynda hinna ríku einu sinni eða tvisvar á ári.“

Sósíalistaflokkurinn hafi eins ákveðið að leggja helminginn af framlagi ríkissjóðs til flokksins inn í Vorstjörnuna, en það séu um 13 milljónir á þessu ári. Hinn helmingurinn fari til uppbyggingar Samstöðvarinnar. Samanlagt er Sósíalistaflokkurinn og borgarfulltrúar hans að leggja Vorstjörnunni til rúmlega 19,9 milljónir krónur á ári.

„Vorstjarnan styrkti Samtök leigjenda um fimm milljónir króna um helgina og mun halda áfram að styrkja félög og samtök almennings,“ segir Védís Guðjónsdóttir, formaður stjórnar Vorstjörnunnar. „Við höfum byggt upp félagsaðstöðu í Bolholti 6 þar sem samtök og félög fólks getur fengið skrifstofu- og fundaraðstöðu og við eigum tæki og tól til funda og mótmæla sem við lánum fólki í réttlætisbaráttu. Auk þess stendur öllu fólki í réttlætisbaráttu til boða að búa til hlaðsvarps-sjónvarpsþætti sem Samstöðin dreifir. Vorstjarnan er í mótun og ég hvet fólk til að ganga til liðs við félagið og taka þátt í þeirri mótun.·

Áhugasamir geta skráð sig sem félaga í Vorstjörnunni á vorstjarnan.is og valið félagsgjöld, bæði upphæð og hversu ört þau eru innheimt. Óháð félagsgjöldum hefur hver félagi eitt atkvæði. Aðalfundur Vorstjörnunnar verður haldinn í haust, verður auglýstur nánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur