fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Eyjan

Ragnar sendir Þóreyju væna pillu – „Að halda öðru fram er auðvitað merki um fádæma vanþekkingu eða hroka“

Eyjan
Mánudaginn 29. ágúst 2022 21:07

Ragnar Þór formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði í samtali við RÚV í dag að hlutverk lífeyrissjóða sé ávöxtun ævisparnaðar en ekki þátttaka í kjarasamningum. Var Þórey þar að svara ummælum Ólafs Margeirssonar, hagfræðings, úr kvöldfréttum í gær þar sem hann sagði þörf á frekari aðkomu lífeyrissjóða að því að auka framboð á húsnæði á landinu og þar með að aðkomu kjarasamninga.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ummæli Þóreyjar áhugaverð. Vissulega fari hún með rétt mál hvað varði að hlutverk lífeyrissjóða sé ekki gerð kjarasamninga. Hins vegar séu lífeyrismál órjúfanlegur hluti af kjarasamningum og hafi verið það frá upphafi.

„Að halda öðru fram er auðvitað merki um fádæma vanþekkingu eða hroka,“ skrifar Ragnar Þór á Facebook.

Hverjir eru hagsmunir sjóðfélaga?

Hann segir Þóreyju tala um mikilvægi þess að hagsmuna sjóðfélaga sé gætt og að það sé fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóða að líta til áhættu og ávöxtunar með langtíma hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.

„En hverjir eru hagsmunir sjóðfélaga? Það er sorgleg staðreynd að aðeins þeir sem hafa náð að koma yfir sig skuldlitlu þaki yfir höfuðið eru einu „sjóðfélagarnir“ sem sagst geta lifað með mannlegri reisn af greiðslum úr lífeyrissjóðum með uppbót almannatrygginga.

Það er dapurlegt hvernig talsfólk kerfisins stígur ávallt fram með fádæma hroka og yfirlæti þegar kemur að umræðu um lífeyrissjóðina og hlutverk þeirra. Framkvæmdastjóranum væri nær að gagnrýna skerðingarnar í almannatryggingakerfinu. Og til dæmis það þegar við í LIVE [Lífeyrissjóður verslunarmanna] hækkuðum réttindi til handa okkar sjóðfélögum nýlega og ríkið hirti að mestu og jafnvel meira til í formi skerðinga og endurkröfu frá TR.

Það heyrðist ekki mikið í Landssamtökum lífeyrissjóða þá.“

Merki um ótrúlega skammsýni

Ragnar segir að síhækkandi húsnæðiskostnaður, vöruverð og leiguverð séu að sliga eldri borgara og unga lífeyrisþega í landinu. Það sé mikið til komið vegna aðgerða og aðgerðaleysis fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna sem „hamra á arðsemi sama hvernig viðrar í hagkerfinu.“

„Og ekkert heyrist í Landssamtökum lífeyrissjóða.

Nei það fer í raun ekki mikið fyrir hagsmunum sjóðfélaga hjá þessu ágæta fólki þegar raunverulega á reynir.“

Ragnar segir að nú hafi nokkrir stærstu lífeyrissjóðirnir skuldbundið sig nýlega til að fjárfesta í grænum fjárfestingum fyrir um 580 milljarða næstu 7 árin. Ekki sé þar verið að horfa til ávöxtunar og áhættu. Staðreyndin sé sú að lífeyrissjóðir eigi að láta sig varða hagsmuni sjóðfélaga frá því að þeir greiða fyrst í lífeyrissjóð og þar til þeir deyja.

„Það hlýtur að vera merki um ótrúlega skammsýni að horfa einungis á eina breytu í lífskjarajöfnunni. Eins og að telja fólki trú um mikilvægi þess að lifa eins og þrælar allt sitt líf til að hafa það hugmyndafræðilega gott á efri árum.

Fjárfesting í húsnæðisinnviðum er ekki eingöngu talin öruggasta fjárfestingin heldur hefur raunhækkun húsnæðis verið á pari eða betri en verðbréf í sögulegu samhengi. Því til viðbótar hlýtur aðgengi tíðra sjóðfélaga að öruggu og hagkvæmu húsnæði teljast til mikilvægustu hagsmuna og lífskjara þeirra.“

Þreytandi að hlusta á endalausan hroka og yfirlæti

Lífeyrissjóðir á Norðurlöndum og í Evrópu líti á fjárfestingu í uppbyggingu húsnæðisinnviða sem mikilvæga og sumir taki jafnvel þátt í að byggja hjúkrunarheimili. Ragnar gefur því lítið fyrir svör Þóreyjar og segir það þreytandi að þurfa endalaust að hlusta á hroka og yfirlæti hjá talsfólki lífeyrissjóða. Nærtækara væri að spyrja eigendur sjóðanna, fólkið í landinu, hvað þeim finnist mikilvægt.

„Ætli lífeyrissjóðir í löndunum í kringum okkur skilji ekki hlutverk sitt og kunni ekki að meta áhættu og ávöxtun? Eða öfugt?

Það er orðið þreytandi að hlusta á endalausan hroka og yfirlæti frá sjálfskipuðu talsfólki lífeyrissjóða. Hvernig væri að spyrja fólkið, eigendur sjóðanna? Og að lokum, eru sjóðfélagar virkilega að greiða fyrir tilvist þessara Landssamtaka lífeyrissjóða? Það er fyrir löngu ljóst að þar fara ekki saman hagsmunir sjóðfélaga og málflutningur þessa ágæta fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn