Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að íbúðir undir 80 fermetrum haldi áfram að hækka í verði. Í júlí hafi meðal fermetraverð íbúða, í þessum stærðarflokki, í fjölbýli verið 826.000 krónur en hafi verið 819.000 í júní. Þetta kemur fram í fasteignamæliborði Deloitte.
Fyrir ári var fermetraverðið 651.000 krónur og hefur því hækkað um tæplega 27%.
Dýrustu litlu íbúðirnar eru í Vatnsmýri og Skerjafirði en þar nálgast fermetraverðið eina milljón. Þar á eftir koma Smára-, Linda- og Salahverfi í Kópavogi með fermetraverð upp á 970.000 krónur.
Ódýrustu litlu íbúðirnar eru í Breiðholti en þar er fermetraverðið 639.000 krónur.