fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Könnun hjónavígsluskilyrða færist alfarið til Sýslumanns

Eyjan
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 16:39

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Könnun hjónavígsluskilyrða mun einungis fara fram hjá sýslumanni, frá og með 1 september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytsins. Könnun hjónavígsluskilyrða, áður en hjónavígsla fer fram, verður nú ekki lengur á hendi presta eða forstöðumanna trú- og lífskoðunarfélaga og umboðsmanna þeirra og gildir einu hvort hjónaefni eiga lögheimili hér á landi eða ekki. Vígsluheimildir presta og forstöðumanna trú- og lífsskoðunarfélaga og umboðsmanna þeirra verða óbreyttar, þannig að hjónaefni geta áfram valið hver framkvæmir hjónavígsluna, en þau þurfa að leita til sýslumanns fyrst til þess að kanna hvort hjónavígsluskilyrði séu uppfyllt. Útgáfa könnunarvottorðs sýslumanns er forsenda þess að hjónavígsla megi fara fram.

Frá og með 1. september 2022 þurfa allir sem ætla að ganga í hjúskap hér á landi að óska eftir könnun á hjónavígsluskilyrðum hjá sýslumanni, nema könnun hafi þegar farið fram fyrir þann tíma og vottorðið er ekki eldra en 30 daga þegar hjónavígsla fer fram.

Á vefnum syslumenn.is eða á island.is/um-hjonaband er hægt að nálgast nánari upplýsingar og sérstakt eyðublað sem hjónaefni og svaramenn þurfa að fylla út. Eyðublaðið er síðan sent í tölvupósti ásamt fylgigögnum á netfangið gifting@syslumenn.is. Í framhaldinu fær fólk nánari leiðbeiningar um næstu skref. Mikilvægt er að senda beiðnina til sýslumanns með hæfilegum fyrirvara áður en hjónavígsla fer fram, en að jafnaði tekur um 5 virka daga að ljúka við könnun hjónavígsluskilyrða. Greiða þarf kr. 4.500 kr. fyrir vottorðið. Athugið að við greiðslur erlendis frá geta bæst þjónustugjöld banka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?