Sjónvarpskonan Brynja Þorgeirsdóttir mun taka við stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Frá þessu greinir Brynja í færslu á Facebook-síðu sinni en hún segir að um draumastarfið sitt sé að ræða og hún geti ekki beðið eftir því að helga sig því. Kvittað hafi verið undir alla samninga en staðan er innan námsgreinarinnar Íslenska sem annað mál og hefur Brynja störf þann 1. nóvember næstkomandi.
Brynja hefur undanfarin ár stundað nám við Cambridge-háskóla og lauk nýlega doktorsprófi þaðan.