fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Egill gefur lítið fyrir útskýringar Davíðs á ofurlaunum stjórnenda – „Samkeppnishæf við hvað?“

Eyjan
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 14:04

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga, steig fram í dag og tók til varna fyrir launakjör stjórnenda í atvinnulífinu, eða ofurlaunin eins og margir eru farnir að kalla þau eftir að launagreiðslurnar voru opinberaðar á tekjulistum fjölmiðla. Þetta kom fram í frétt Vísis þar sem Davíð sagði að mat stjórnar Haga hefði verið að launakjör stjórnenda í lágvöruverslunum þurfi að vera samkeppnishæf við önnur stjórnendastörf í atvinnulífinu.

Davíð sagði að launakjör stjórnenda Haga séu metin út frá mörgum forsendum og þar sé litið til frammistöðu, reynslu og sögu hjá viðkomandi fyrirtæki. Oft komi til kaupauka sem sé hluti af launakjörum. Í Starfskjarastefnu Haga sé sérstaklega talað um að „hlúa vel að kjörum stjórnenda“ til að félagið geti notið starfskrafta þeirra sem lengst.

Davíð benti einnig á að framkvæmdastjóri Bónus hafi starfað í þrjá áratugi hjá félaginu við mjög góðan orstír og óumdeilt sé að Bónus hafi áhrif á kjör landsmanna með jákvæðum hætti, en ljóst sé að mánaðarleg útgjöld vegna matvöru væru hærri ef Bónus hefði ekki notið við.

Langt úr takti við það sem gerist annars staðar í samfélaginu

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason telur ljóst að hér á landi sé nú orðinn til sérstök stétt stjórnenda og forstjóra sem passi gífurlega vel upp á eigin kjör og gæti þess að þau séu stöðugt að batna langt umfram það sem gerist annars staðar í samfélaginu. Þessi þróun hljóti að hafa áhrif á kjarasamningsviðræðurnar í haust.

Egill segir að staðreyndin sé sú að hér á landi sé nú til stjórnenda- og forstjórastétt sem passi gríðarlega vel upp á eigin hagsmuni. Þetta fólk skipi hvert annað í stjórnir og stöður og gæti þess að kjörin séu stöðugt að batna, algjörlega úr takti við það sem er að eiga sér stað annars staðar í samfélaginu.

„Samkeppnishæf við hvað? Staðreyndin er sú að orðin er til makráð stjórnenda- og forstjórastétt sem passar gríðarlega vel upp á hagsmuni sína. Stéttarvitundin er hvergi meiri. Þetta fólk skipar hvað annað í stjórnir og stöður og passar upp á að kjörin batni stöðugt, langt úr takti við það sem gerist annars staðar í samfélaginu.“

Ekki nóg með þetta heldur hafi það átt sér stað að stjórnmálamenn og æðstu stjórnendur hjá ríkinu beri sig saman við þennan hóp og sæki launahækkanir á þeim grundvelli.

„Reyndar hefur það gerst að stjórnmálamenn og æðstu stjórnendur hjá hinu opinbera bera sig saman við þennan hóp og hafa sótt launahækkanir í skjóli þess síðustu ár.“

Egill segir að tekjulistar sem hafi birst landsmönnum undanfarið og sýni ofurkjör stjórnendastéttarinnar hljóti að gera kjarasamningsviðræðurnar erfiðari.

„Upplýsingar sem hafa birst undanfarið um ofurkjör stjórnendastéttarinnar hljóta að torvelda mikið kjarasamninga sem eru framundan. Við búum í örþjóðfélagi og það er út í hött að lítill hópur ofurlaunafólks slíti sig frá samfélaginu.“

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ritar athugasemd við færslu Egils og segir að ekki megi gleyma því að lífeyrissjóðir landsmanna eigi stóran meirihluta í stóru smásölukeðjunum. Það séu lífeyrissjóðirnir sem velja í stjórnir og ákvarði laun stjórnenda og hagnaðarmarkmið. Þrýsta þurfi á þá um að gæta hófs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?